Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 45

Freyr - 01.09.1969, Qupperneq 45
BÚLKFLUTNINGUR fóðurs til bœnda SÍS PRÓFAR BÚLKBÍL TIL FÓÐURFLUTNINGA Þess var getið í síðasta hefti Freys, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hafi kynnt fréttamönnum nýja leið, sem verið er að brjóta á þess vegum við dreifingu fóðurvöru til bænda. Að undanförnu hef- ur Sambandið flutt til landsins mikið magn af fullgerðri fóðurblöndu og haft þau viðskipti við samvinnufélag á Fjóni í Danmörku, en þar er dreifing fóðurvöru fullkomnust talin í því landi, enda verið kerfuð með nýtízku sniði um síðastliðin ár. Síðan farið var að vöggla fóðurblöndur hafa opnast möguleikar til að flytja þær í búlk án þess að teljandi magn heflist af og verði að ryki, sem fer út í buskann. Hins vegar er auðsætt, að endurteknar dælingar þeirrar vöru mylja og losa úr vögglunum þeim mun meira, sem oftar er sent í gegnum slöngur og rör. Sú fóðurblanda, sem gerð er hér og vöggluð á staðnum, þarf aðeins að sogast upp í búlkvagninn og dælast úr honum í síló bændanna, en þegar sækja skal vöggl- ana til útlandsins þarf fóðrið fleiri ferðir í gegn um rör, fyrst í skip, þaðan í hús eða síló, síðan í búlkbílinn og svo heim til bóndans. Eðlilega má búast við að meira fari til spillis þegar svo oft þarf að hvotla. Markmiðið er auðvitað að gera blönd- urnar hér á landi, en sú viðleitni til nýrra hátta, sem hér um ræðir, var framkvæmd þannig, að blandað var úti á Fjóni og sett þar í skip, fóðurvögglunum dælt hér á land, síðan í búlkbíl, sem fjón'ska fóður- vöruverzlunin lánaði hingað til reynslu. Bíll þessi er útbúinn með tvo geyma og í hverjum þeirra rúmast 3 lestir af vöggl- uðu fóðri. * * * Á áliðnum degi var komið að Laugardæl- um, en þangað var stefnt hinum fyrsta skerfi fóðurs, sem í búlkvagni var fluttur á íslandi, hinn 3. júlí, anno domini 1969. Oddvitar heimsóknarinnar voru Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri innflutnings- deildar SÍS og Gísli TheócLórsson, aðstoð- armaður hans, ásamt verkfræðingi og sölu manni frá Fyns Andels Foderstofforretning (FAF), en þeir komu hingað til þess að stjórna athöfnum í þessari sögulegu fyrstu för slíks flutningavagns frá verzlunarstað og heim til bænda . Hér má reyndar skjóta því að, að fóður- vöruverzlun okkar er aðallega á höndum fárra aðila og hefur SÍS að undanförnu annast innflutning á um það bil % þess, sem inn er flutt. Þessir aðilar hafa hver fyrir sig stigið framfaraspor á þeirri braut sem miðar til nútíma athafna þannig: Fóðurblandan hf. varð fyrst til að flytja korn til landsins í búlk, það var í maí ’66. Mjólkurfélag Reykjavíkur varð fyrst til þess að vöggla fóðurvöru (framleiðsla þess er vögglar = pellets og ekki kögglar = briketter) og SÍS er fyrsti aðilinn, sem flytur fóður í búlkbíl til bænda. F R E Y R 359

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.