Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 50

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 50
könnunar er ekki hægt að búast við því, að fyrirtæki og stofnanir leggi fram þá tugi milljón dollara, sem leggja verður í skip, útbúnað og annað slíkt. Genfarráðstefnan 1958 setti reglur um réttinn til að hagnýta landgrunnið, en sátt- málinn, sem samþykktur var, kveður í rauninni ekki endanlega á um, hvar ytri mörk lögsögu hverrar þjóðar skuli liggja. Þörf mundi vera á alþjóðlegri eftirlits- stofnun með víðtækum heimildum til að veita leyfi til rannsókna og hagnýtingar og til að krefjast afgjalda og umboðslauna. Fæða úr hafinu í öðrum kafla skýrslunnar segir, að við mundum geta sótt miklu meira af fæðu handa mönnum og skepnum úr heimshöf- unum. Þá eru það ekki fyrst og fremst fisk- veiðar, sem menn hafa í huga, heldur miklu fremur veiði hrygglausra dýra og spen- dýra sem og jurtarækt. Skilyrði þess er þó, að við fáum meiri vitneskju um umhverfi hafsins. Veiðitækn- in er ófullnægjandi. Margar dýrategundir, sem eru ekki nýttar nú, mundu með lækk- uðum veiðikostnaði geta orðið arðvænlegar. Ennfremur eru veiðireglur í mörgum tilvik- um óþarflega strangar. Flestar dýrategund- ir í höfunum mætti að skaðlausu veiða meira en gert er. í skýrslunni er lögð rík áherzla á ýmiss konar kolkrabba. Þessi sædýrategund er mikil og nálega óunnin matvælaauðlind. Það er einungis í Japan, Suður-Evrópu og á örfáum svæðum öðrum, sem kolkrabbi er hagnýttur til manneldis. Kolkrabbinn er bæði bragðgóður og næringarríkur, en út- litið er honum andstætt. Ástæða þess að svo lítið af fæðu mann- kynsins er sótt í greipar hafsins er fyrst og fremst sú, að við látum okkur nægja að veiða hina villtu dýrastofna. Með sædýra- rækt undir ströngu eftirliti og ræktun jurta í „hafyrkju“ yrði ástandið allt annað en það er nú. Sauðfjórrœkt er á þróunarbraut í Svíþjóð Um undanfarin ár hefur framleiðsla lambakjöts aukizt nálægt 15% árlega. en frekar hefur gengið treglega að kenna unga fólkinu að borða lambakjöt. Svo sögðu sænsk tímarit fyrir fáum árum, að bændur á Nýja-Sjálandi hefðu sent gefins 20—30 tonn af lambakjöti til Sví- þjóðar til þess að fólk gæti lært að borða slíka vöru, og auðvitað var þetta gert í von um að þarna fengist markaður. Veit- ingastaðir fengu vöruna og matreiddu á viðeigandi hátt, en unga fólkið var ekki fíkið, gamla fólkinu þótti maturinn góður enda hafði það vanizt slíku hnossgæti í þá daga er Svíar voru vanir að hafa um 2 milljónir fjár á fóðrum, nú aðeins 3—400 þúsundir og er þó miklu fleira fólk þar í landi en fyrir svo sem mannsaldri. En hvað um það, sauðfé fjölgar þar ört nú, mælt er með því, að það sé haft til þess að hreinsa allgresið í kring um sem flest af þeim tugum þúsunda bændabýla, sem þar eru í eyði. Jordbrukarnas Föreningsblad sagði frá því um sólstöður í vor, að ársþing sauð- fjárræktarmanna hafi haft mörg mál á dagskrá og fjárræktarbændur horfi þar með bjartsýni fram á leið. Fjölgun fjár- ins er ör, frjósemin vex og framleiðsla lambakjöts fer ört vaxandi. Um 400 þús- und fjár voru á fóðrum s. 1. vetur en fram- leiðsla á lambakjöti sl. ár var um 3000 t. í sambandi við vandamálin um markaðs- færzlu kjötsins var sitthvað til umræðu. Umrædd framleiðsla var ekki nema 300 g af kjöti á hvern íbúa landsins og ætti því ekki að vera vandi á höndum þar eð magn- ið allt nemur ekki heilli máltíð á mann. En með vaxandi framleiðslu hlýtur neyzl- an að aukast og þá þarf að kenna fólki að matreiða á fleiri vegu. Rætt var um stærð 364 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.