Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1969, Side 50

Freyr - 01.09.1969, Side 50
könnunar er ekki hægt að búast við því, að fyrirtæki og stofnanir leggi fram þá tugi milljón dollara, sem leggja verður í skip, útbúnað og annað slíkt. Genfarráðstefnan 1958 setti reglur um réttinn til að hagnýta landgrunnið, en sátt- málinn, sem samþykktur var, kveður í rauninni ekki endanlega á um, hvar ytri mörk lögsögu hverrar þjóðar skuli liggja. Þörf mundi vera á alþjóðlegri eftirlits- stofnun með víðtækum heimildum til að veita leyfi til rannsókna og hagnýtingar og til að krefjast afgjalda og umboðslauna. Fæða úr hafinu í öðrum kafla skýrslunnar segir, að við mundum geta sótt miklu meira af fæðu handa mönnum og skepnum úr heimshöf- unum. Þá eru það ekki fyrst og fremst fisk- veiðar, sem menn hafa í huga, heldur miklu fremur veiði hrygglausra dýra og spen- dýra sem og jurtarækt. Skilyrði þess er þó, að við fáum meiri vitneskju um umhverfi hafsins. Veiðitækn- in er ófullnægjandi. Margar dýrategundir, sem eru ekki nýttar nú, mundu með lækk- uðum veiðikostnaði geta orðið arðvænlegar. Ennfremur eru veiðireglur í mörgum tilvik- um óþarflega strangar. Flestar dýrategund- ir í höfunum mætti að skaðlausu veiða meira en gert er. í skýrslunni er lögð rík áherzla á ýmiss konar kolkrabba. Þessi sædýrategund er mikil og nálega óunnin matvælaauðlind. Það er einungis í Japan, Suður-Evrópu og á örfáum svæðum öðrum, sem kolkrabbi er hagnýttur til manneldis. Kolkrabbinn er bæði bragðgóður og næringarríkur, en út- litið er honum andstætt. Ástæða þess að svo lítið af fæðu mann- kynsins er sótt í greipar hafsins er fyrst og fremst sú, að við látum okkur nægja að veiða hina villtu dýrastofna. Með sædýra- rækt undir ströngu eftirliti og ræktun jurta í „hafyrkju“ yrði ástandið allt annað en það er nú. Sauðfjórrœkt er á þróunarbraut í Svíþjóð Um undanfarin ár hefur framleiðsla lambakjöts aukizt nálægt 15% árlega. en frekar hefur gengið treglega að kenna unga fólkinu að borða lambakjöt. Svo sögðu sænsk tímarit fyrir fáum árum, að bændur á Nýja-Sjálandi hefðu sent gefins 20—30 tonn af lambakjöti til Sví- þjóðar til þess að fólk gæti lært að borða slíka vöru, og auðvitað var þetta gert í von um að þarna fengist markaður. Veit- ingastaðir fengu vöruna og matreiddu á viðeigandi hátt, en unga fólkið var ekki fíkið, gamla fólkinu þótti maturinn góður enda hafði það vanizt slíku hnossgæti í þá daga er Svíar voru vanir að hafa um 2 milljónir fjár á fóðrum, nú aðeins 3—400 þúsundir og er þó miklu fleira fólk þar í landi en fyrir svo sem mannsaldri. En hvað um það, sauðfé fjölgar þar ört nú, mælt er með því, að það sé haft til þess að hreinsa allgresið í kring um sem flest af þeim tugum þúsunda bændabýla, sem þar eru í eyði. Jordbrukarnas Föreningsblad sagði frá því um sólstöður í vor, að ársþing sauð- fjárræktarmanna hafi haft mörg mál á dagskrá og fjárræktarbændur horfi þar með bjartsýni fram á leið. Fjölgun fjár- ins er ör, frjósemin vex og framleiðsla lambakjöts fer ört vaxandi. Um 400 þús- und fjár voru á fóðrum s. 1. vetur en fram- leiðsla á lambakjöti sl. ár var um 3000 t. í sambandi við vandamálin um markaðs- færzlu kjötsins var sitthvað til umræðu. Umrædd framleiðsla var ekki nema 300 g af kjöti á hvern íbúa landsins og ætti því ekki að vera vandi á höndum þar eð magn- ið allt nemur ekki heilli máltíð á mann. En með vaxandi framleiðslu hlýtur neyzl- an að aukast og þá þarf að kenna fólki að matreiða á fleiri vegu. Rætt var um stærð 364 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.