Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 3
LANDVERND - LANDGRÆÐSLA
Ekki getur leikið nokkur vafi á því, að landnemarnir
komu hingað að gróðurklæddu landi og viði vöxnu
langt út yfir þau svæði, sem nú eru algróin. Vel má vera,
að um þœr mundir er landið var numið, hafi veðurfar
■verið hagstœðara og nokkru mildara en nú gerist, en
engum vafa er það bundið, að kuldaskeið og önnur óár-
an, á vissum tímum íslandsbyggðar, hafa valdið því, að
land blés upp og gróður þvarr. Búseta fólksins hefur og
að sjálfsögðu átt sinn þátt í gróðureyðingu. Þátt veður-
farsins þekkja menn í þessu sambandi á vissum stöðum,
svo sem þegar efri hluti Rangárvallasýslu varð sandi
orpinn á stórum svæðum í eyðileggjandi sandstormi
síðla á síðustu öld, einmitt það landssvœði, sem stórvirk-
astar framkvæmdir hafa verið gerðar og eftirtektarverð-
astur árangur hefur náðst í landgrœðslu hérlendis síð-
ustu árin.
Alþekkt er, að á einhverju skeiði íslandssögunnar hafa
býli og byggðir verið inn til dala og uppi til heiða þar
sem nú er autt land og eyðimörk. Þetta gildir í upp-
löndum Þingeyjarsýslu, Árnessýslu og ekki sízt um
Möðrudalsöræfi og um Jökuldalsöræfi, að ógleymdu
héraðinu milli sanda þar sem nú er Oræfasveit.
Heilar sveitir eru auðn ein nú þar sem fyrr var góð
byggð. Atferli náttúruaflanna og mannanna hafa lagzt
á eitt um að rýra gróðurlendi og landgœði.
Það er því ekki óeðlilegt að hugur ýmissa hneigist
nú að því, að bætt verði fyrir unnin spjöll og viðleitni
sýnd til þess að græða þau foldarsár, sem gróa megi og
þær auðnir, sem nú eru eyðimörk ein.
„Sú kemur tíð er sárin foldar gróa“ kvað Hannes
Hafstein um aldamótin síðustu. Við skulum vona, að sú
tíð sé að renna upp þessi ár.
Sauðahald er horfið, sauðirnir voru annars harðir við
landið af því að mennirnir sýndu þeim harðneskju og
létu þá berja gaddinn eða farast úr ófeiti annars, ef þeir
gátu ekki bjargað sér sjálfir. Naprir vindar geta enn
nagað svörð ef ekkert er gert til að takmarka það gnauð.
„íslandi allt“ var kjörorð ungmennafélaganna við upp-
haf þeirrar hreyfingar. Þetta má vel vera kjörorðið
framvegis á sama vettvangi og svo i búðum sérstakra
félagssamtaka og raunar þjóðarinnar allrar í sveit og á
sjávarströnd. Markmiðið að grœða það land allt, sem
einu sinni var gróðri klœtt, það er háleitt hlutverk að
vinna að. Leggjumst þar öll á eitt! G.
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
Nr. 5. Marz 1971.
67. árgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI E I NARSSON
Ritstjórn:
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
ÓLI VALUR HANSSON
Hoimilisfang:
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
Askriftarverð kr. 300 árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahollinni, Reykjavík — Sími 19200
PrentsmiSja Jóns Helgasonar
Reykjavík — Sími 38740
E F N I :
Lanudvernd — landgrœðsla
Endurvinnsla túna og grasfrœ
Hálmur sem byggingarefni
Síldarmjöl eða olíukökur
Fjósverkin
Húsmœðraþáttur
Kýrin leggzt og rís á fœtur
Arferði og rœktun
Útlönd
Molar
F R E Y R
91