Freyr - 01.03.1971, Side 5
búfjáráburð undir þökurnar og það var
áríðandi að gera slétturnar þannig úr garði,
að yfirborðsvatn fengi sem minnst viðnám.
Höfum við svo notfært okkur þessa
reynzlu í nútíma ræktun?
Af framanskráðu má augljóst vera, að
mikið af nýyrkju okkar, þótt slétt sé, getur
ekki ennþá talizt ræktun, og eitt af stóru
vandamálunum í túnrækt okkar er að
koma henni sem fyrst í rækt og með sem
auðveldasta móti. Við vitum ekki gerla hve
langan tíma það tók að breyta móunum í
gamla daga úr óræktarkarga í ræktað tún-
þýfi, en við vitum, að þessi breyting var
bæði fólgin í myldingu jarðvegsins og
breytingu gróðursins. Þegar við nú breyt-
um mýri í tún, þá hefst fyrsti þáttur
breytingarinnar með uppþurrkun. Sé hún
nægileg þá breytist mýratorfið smám sam-
an í mold eða fúið torf, en við það losna
frjóefni jarðvegsins og verða aðgengileg
gróðrinum. Þetta tekur að vísu, hér á landi,
langan tíma, en við getum flýtt þessari
ummyndun með jarðvinnslu og notkun
rétts áburðar á réttan hátt. Gróðurfarinu
reynum við hins vegar að ráða með því
að sá fræi í flögin af þeim jurtum, sem
við viljum rækta og höldum að geti vaxið
þar, en til þess að það lánist, verður jurta-
val okkar að miðast við íslenzkt veðurfar
og allur undirbúningur að vera þannig,
að jarðvegurinn veiti þeim, sem hagstæð-
ust vaxtarskilyrði. Það er því ljóst, að
visst samhengi verður að vera milli undir-
búnings jarðvegsins og jurtavalsins.
Þegar þetta er athugað er engin fjar-
stæða að láta sér til hugar koma, að nokk-
uð af misfellum og áföllum nýyrkju okkar
megi rekja til ófullnægjandi ræktunar, og
vona ég þá, að öllum sé orðið ljóst hvað
ég á við með ræktun.
Þörfin á endurvinnslu
Takmark okkar hlýtur að vera að koma
nýyrkjunni sem fljótast í rækt. í þessum
tilgangi hefur forræktun, þ. e. ræktun ein-
ærra jurta og endurtekin bylting jarðvegs-
ins í eitt aða fleiri ár, áður en grasfræi
var sáð, verið nokkuð reynd, en með mis-
jöfnum árangri. Hefur illgresi, sem oft
breiðist út í flögunum meðan á forrækt-
uninni stendur, einkum valdið þessu, en
fleira getur þó komið til greina, svo sem
oftæting, óhentugur vinnslu- og sáðtími,
röng notkun búfjáráburðar o. fl. Önnur
aðferð, sem líkleg gæti verið til árangurs,
er endurvinnsla túnanna, og þá einkum ný-
yrkjunnar, á fárra ára fresti.
Sumir munu halda því fram, að ekkert
sanni það, að endurvinnsla sé nauðsynleg
eða æskileg. Það má rétt vera, að þörf
endurvinnslu verði ekki studd beinum
tilraunum, en þó er nú æði margt, bæði
í tilraunum og praktiskri reynslu, er hvet-
ur til hennar og skal nú hið veigamesta
rakið:
1. Svo sem þegar hefur verið bent á,
tekur raunveruleg ræktun jarðvegsins
langan tíma og því lengri, sem hann er
rætnari í upphafi. Þessi breyting jarðvegs-
ins er að nokkru háð þeirri meðferð, er
hann fær, en líka gerlastarfsemi og rótum
þeirra jurta, er í honum vaxa. Nú er það
vitað, að rotnun torfjarðvegs er mjög hæg
hér á landi, en hún er forsenda þess, að
slíkur jarðvegur láti í té frjóefni sín og
verði hagkvæmur vaxtarstaður túngróð-
urs. Til þess að flýta slíkri ummyndun
ætti endurvinnsla og veðrun sú og myld-
ing, er henni fylgir, að vera æskileg og
hagkvæm.
2. Kalskemmdirnar munu vera sá þátt-
urinn, er oftast kallar á endurvinnslu tún-
anna, en nokkuð er þetta misjafnt frá
einni byggð til annarrar og jafnvel frá
einu býli til annars. Það er líka mjög á
reiki hvenær grípa skuli til endurvinnslu
af þessum ástæðum eða hvernig henni
skuli hagað.
3. í nýræktum, sem gerðar hafa verið
í mjög ósléttu landi, svo mikillar tilfærslu
hefur verið þörf, verður oft missig, er gerir
endurvinnslu nauðsynlega. Sama gildir
auðvitað ef meiri háttar umbætur verður
F R E Y R
93