Freyr - 01.03.1971, Page 25
panta fræið tímanlega. Undanfarandi ár
hefur frost verið óvenju mikið í jörð og
haldizt langt fram á vor og sumar. Af þeim
sökum hefur jörð haldizt blaiut og ófær til
jarðvinnslu langt fram á sumar, þetta hef-
ur svo aftur tafið undirbúning og sáningu
grænfóðurs. Við þessu er ekki annað ráð
en að hafa landið sem mest tilbúið til
sáningar að haustinu. Ef tíð leyfir og nokk-
urt tóm gefst, ætti það að vera fastur lið-
ur í hauststörfum að plægja og vinna land
tiíl grænfóðurræktar fyrir næsta vor.
Jarðvinnslutæki
Oft stendur á tækjum til jarðvinnslu á
vorin. Þegar allir vilja fá unnið og ganga
frá flögum á sama tíma, hrökkva vélar og
tæki ræktunarsambanda skammt. Varð-
andi tæki tiil frágangs á landi og endur-
vinnslu er um tvo kosti að vélja: Að rækt-
unarsamböndin eða búnaðarfélögin eigi
nógan tækjakost, til að sinna þessu, þ. e.
hjóladráttarvélar, með viðeigandi plógum
og herfum. Ef sá kostur er valinn, verður
þó alltaf að skipuleggja þessa vinnu vél
og all langt fram í tímann. Hinn kosturinn
er sá, að bændur almennt eigi viðeigandi
jarðvinnslutæki við heimilisdráttarvélar
sínar, annað hvort hver fyrir sig eða fá-
einir í fólagi.
■Nú eru heimilisdráttarvélar yfirleitt svo
stórar, að þær valda vel hagkvæmum jarð-
vinnslutækjum. Þau tæki sem nauðsynleg
eru við heimilisdráttarvélar, eru fyrst og
fremst plógur og herfi. Þetta eru ekki dýr
tæki miðað við verðlag nú. Einskera plóg-
ur 18“ kostaði á síðastliðnu hausti um
17.600 kr., en tvískeri 12“ um 22.000 kr.
Hankmó-herfi, sem hafa reynzt mjög vel
við endurvinnslu og frágang á landi, kosta
um 25—28.000 kr., þau sem vel henta fyrir
heimilisdráttarvélar. Hægt mun að fá
stærri Hankmó-herfi fyrir stærri gerðir
Með „flot“-hjólbör8um, má draga úr þjöppun, og jafnvel fara yfir blautt og viðkvæmt land.
F R E Y R
113