Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Síða 22

Freyr - 01.03.1971, Síða 22
Notkun N-áburðar hcfur þrefaldast á árunum 1950—1970. Stóraukin áburðarnotkun Nú mun mörgum finnast, að lýsing mín á ástandi ræktunarmála sé ekki glæsileg. En það er sannast mála, að tilkostnaður bænda við fóðuröflunina hefur aukizt ískyggilega. Árin frá 1950 og þar á eftir var meðalköfnunarefnisnotkunin á rækt- aðan hektara í tlandinu um 50 kg, en hækk- aði síðan upp í um 80 kg/ha. Síðan 1965 hefur hún verið um 110 kg á ha. Ef at- bugað er hve mikil heildar köfnunarefnis- notkunin hefur verið fyrir hvert kúgildi, sem framfleytt er í landinu, eru þær töllur enn meira uggvekjandi. Árin 1950—1955 var það frá 53—85 kg N á hvert kúgildi, en síðan 1965 hefur það verið frá 131—153 kg N. iÞarna virðist hafa orðið nær þreföld- un á áburðartilkostnaði við að framfleyta hverju kúgildi. Að vísu hafa afurðir eftir hverja búfjáreiningu aukizt nokkuð á þessum tíma. Þess ber og að geta, að þess- ar tölur eru ekki nákvæmar vegna þess að vaxandi hluti af áburðinum fer til ann- ars, til áburðar á úthaga og á sumarbeiti- lönd. Þetta gefur aðeins hugmynd um heild- armyndunina en auðvifað er aðstaða einstakra bænda mjög misjöfn, allmikill hluti þeirra hefur sloppið við ka;l, og að miklu leyti við uppskerurýrnun. En þeim mun verri er hlutur þeirra, sem þolað hafa kalið ár eftir ár, en svo er um all- marga bændur. Þeir hafa nær allan þenn- an áratug streitzt við að halda við svipuð- um bústofni með árlegum ræktunarauka, 9amfara stöðugt auknum áburðarkaupum, en rýrnandi heyfeng. Tilkostnaður þessara bænda hefur aukizt stórkostlega, en afurð- ir staðið í stað eða dregizt saman. 110 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.