Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 16
Innflúenza
á heimilum
Hiti, höfuðverkur, beinverkir, hósti með
stíflum í nefi, sviði í hálsi og fyrir brjósti,
og þegar hitinn fellur, þreytutilfinning og
stundum þunglyndi. /Áilt eru þetta fylgi-
fiskar inflúenzu. Ýmsar leiðir eru til að
draga úr þessum einkennum með nærgæt-
inni heimahjúkrun.
Hiti
Sjúklingar með inflúenzu fá alltaf háan
hita, iðulega 39—40 stig, sérstaklega fyrstiu
2 sólarhringana. iHitinn fellur oft á 3. degi,
en meðan á honum stendur, fær sjúkl-
ingurinn oft kölduköst; húðin ýmist
brennandi heit eða böðuð svita. Sjúkling-
ar með hita verða að liggja í rúminu. Hit-
inn og vökvatapið veldur því iað munn-
urinn verður þurr, tungan sár, þvagið
dökkt með sterkri salmíakslykt; oft fylgir
hægðaleysi. Vegna alls þessa verður
sjúkllingurinn að fá mikinn vökva, allt að
2—2V2 1. af vatni á dag, sem ávaxtasaía
eða í öðrum drykkjum, til að draga úr
óþægindium. Hægt er að draga úr sárind-
unum í munninum með því að skola hann
með þunnum sítrónusafa eða natrónvatni
(sódaduft), 1 tsk. í % 1. af vatni. Hitann
má lækka með asperíni, codifeni eða öðr-
um álíka töflum, sem draga jafnframt úr
verkjunum. IÞað getur reynzt nauðsyn-
legt að taka 1—2 töflur á 3. til 4. tíma fresti.
Mjög háan hita má alltaf lækka með því
að lauga allan líkamann upp úr svölu en
ekki sárköldu vatni, og skipta jafnframt
um nærföt. Öldruðu fóllki og börnum hætt-
ir til að fá óráð með háum hita. Það fer
þó af þeim um leið og hitinn lækkar, en
sé líkaminn laugaður úr svölu vatni og
kaldur klútur lagður á ennið, flýtir það
fyrir 'lækkun hitans.
HöfuSverkir — beinverkir
Inflúenzunni fylgja verkir í höfði, augum,
útlimum, baki og koma alls staðar sam-
tímis, oft um leið og smitiun á sér stað;
og þeir eru merki þess að rúmlega er nauð-
synleg, því hiti fylgir fljótt á eftir. Lyfin,
sem nefnd hafa verið, má taka eftir þörf-
um á 3. tiil 4. tíma fresti, því venjullegir
skammtar duga ekki lengur til að draga
úr óþægindunum. Ekki er vert að taka
verkjiatöfliur á tóman maga. Drekkið því
með þeim glas af vatni, mjólk eða öðrum
svaladrykk. Áfengi hefur ekkert gildi við
inflúenzu, getur jafnvel aukið höfuðverk-
inn og óþægindin af hitanum.
Hósti og stíflur í öndunarfœrum
Þurr og ertandi hósti og þrautir í brjóst-
imu, sem eru algeng fyrirbæri með infflú-
enzu, má milda með hóstasaft eða kvef-
mixtúru, sérstaklega þegar mikill og ert-
andi hósti truflar nætursvefninn, sem er
svo mauðsynlegur fyrir batann. Þessi lyf
á að taka eftir þörfum, til að mýkja hóst-
ann. Oft er gott að setja skammtinn í V2
bolla af heitu vatni og dreypa hægt á.
Þetta gefur oft góða fró. Heitir drykkir
draga úr hósta. Öldruðu fólki hættir aílltaf
104
F R E Y R