Freyr - 01.03.1971, Side 30
Af Oi A R
Leiðrétta
ber meinlega prentvillu í grein Asgeirs Einars-
sonar í FREY nr. 1. á síðu 6, 14 línu að ofan í
fremra dálki. Þar stendur um eggjafjölgun í taði
lambanna en á auðvitað að vera lam'bánna. Ein
lítil komma getur gert meinlega villu eins og hér.
Vinsamlega leiðréttið þetta lesendur góðir.
Vantar unga bændur
Það er víðar en á okkar landi, að bændastéttin
er fyrst og fremst aldraðir menn og gamlir. í
grannlöndum okkar eru ástæðurnar álíka. Danskar
bújarðir eru nú taldar um 140.000 en aðeins 1000
ungir bændur hefja þar búskap árlega. Hlutfallið
segir, að með því móti þyrfti hver að vera bóndi
í 140 ár. Arangurinn verður auðvitað, að enn fleiri
jarðir verða eyðibýli um sinn að minnsta kosti.
Uppi eru þar í landi ráðstafanir til þess að hvetja
14—18 ára pilta til þess að búa sig undir búskapar-
hlutverk.
Árið 1967 voru um 3000 í hverjum þessara ár-
ganga að undirbúa sig til bústarfa, nú aðeins 1550
á ári. Og auðvitað fer eitthvað af þeim aðra vegu
en á bújarðirnar.
Lífsgleði
— Kona mín er á Mallorka og nýtur þar lífsins
og unaðslegrar tilveru.
— Og hvað svo með þig?
— Ég er heima og nýt fjarvistar hennar.
Land
heitir hið nýja málgagn sænsku bændasamtak-
anna, en það leysir af hólmi þau tvö málgögn, sem
áður komu á prenti, annars vegar RLF-bladet og
hins vegar Jordbrukarnas Föreningsblad. Hið nýja
málgagn er í álíka broti og hin voru fyrr, og
er gefið út í upplagi sem nemur hundruðum þús-
unda, líklega á fjórða hundrað þúsund eintök, því
að það hefur áskrifendur einnig í bæjunum; fyrir
bæjarbúa eru viss atriði sniðin sérstaklega í efnis-
röð málgagnsins.
Svo sem áður hefur verið getið hafa umrædd
tvenn samtök sænskra bænda nú verið sameinuð
til einnar félagsheildar með eitt málgagn.
Lantmannen kemur út eins og áður sem fagblað
bændanna.
Hagkvæm hestaverzlun
Danska vikublaðið LANDSBLADET nr. 3 1971
segir frá því, að á síðasta ári hafi verið keyptir
og fluttir til Danmerkur rúmlega 80 hestar frá
Búlgaríu. Verð umræddra hrossa var svo hagstætt,
að undrum sætir eða um 5600 ísl. krónur. Blaðið
tjáir, að Danir selji afsláttarhross sín yfirleitt úr
landi, þau munu flest eða öll fara á franskan
kjötmarkað, og fyrir hvert hross til niðurlags hefur
fengizt hærra verð en greiða þurfti fyrir þau, er
inn voru flutt frá Búlgaríu, og voru þau þó talin
góð og ágæt, hvort sem vera skyldi til vinnu eða
undaneldis. Blaðlð tjáir, að nánari rannsóknir fari
fram á umræddum viðskiptum.
Vinnutími hænunnar
Hænan leggur mikið á sig til að vinna fyrir mat
sínum. Nærri hálfan daginn er hún þar að verki,
sem fæðu er safnað eða 47% af vinnutímanum.
Þá þarf hún 44% af deginum til þess að snyrta
sig og punta fiðurklæðnaðinn. Nú hafa menn hæn-
ur til þess að skiia eggjum, en til þess hlutverks
fer ósköp lítill tími eða aðeins 0,3% af vinnudegi
hennar. Þá eru eftir 6,7% af vinnutimanum, en
til hvers hann er notaður er ekki gott að segja,
um það er líklega bezt að spyrja á alifugladeild
Búnaðarháskólans á Ási í Noregi, því að þar hafa
vinnumælingar hænanna verið gerðar.
Nýtt DDT lyf — saklaust
Tvö áströlsk fyrirtæki í efnaiðnaði eru um þessar
mundir að kanna nýjar gerðir meindýralyfja, sem
talið er að muni ekki síður áhrifarík en DDT
hefur reynzt, en eru þó laus við þau skaðlausu
áhrif, sem komið hefur svo áþreifanlega í Ijós að
DDT hefur. Það er efnafræðingurinn Hollan við
TNO-stofnunina í Ástralíu, sem lengi hefur unnið
að því að breyta gerð DDT, sem á heiðurinn af
því grundvallarstarfi, sem unnið hefur verið á
þessu sviði, og er nú að bera árangur. Hollan hefur
tekizt að framleiða lyf, sem nú er verið að rann-
saka af fullum krafti. Hið nýja efni verkar á
taugakerfi skordýra á sama hátt og hið klassiska
DDT, en klofnar langt um fyrr í skaðlaus efni.
Fyrstu ummæli erlendra fagblaða eru á þá leið,
að hin ástralska uppfinning feli í sér mikla mögu-
leika gagnvart því að halda meindýrum í skefjum,
án þess að óttast þurfi um önnur lifandi dýr eða
hættulegar eftirverkanir. DDT safnast t. d. fyrir
í fituvefjum mannslikamans. Upplýst er að enn
séu tilraunir í fullum gangi, og í fyrsta lagi eftir
hálft ár muni þeim lokið. Á meðan bíða ræktun-
armenn átekta í von um að árangur verði já-
kvæður.
118
F R E Y R