Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 9

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 9
fleiri tegundir, en língresið ýmist skrið- língresi eða hálíngresi. Þegar við svo snúum okkur að nýju blöndunum sjáum við, að þar er svo til enginn munur á blöndum Sambandsins og Mjólkurfélagsins. A og V blandan mega heita alveg eins og munurinn á B og H hverfandi. Við getum því látið okkur nægja að tala aðeins um tvær blöndur og nefnt þær A.V og B.H. Þegar við berum þessar fræblöndur sam- an við gömlu blöndurnar, vekur það mesta athygli, að í A.V. blöndunni, sem mest hefur verið notuð að undanförnu, er ekk- ert fræ af háliðagrasi, þeirri grastegund, er hér hefur reynzt lang varanlegust af innfluttum grastegundum. Engin fram- bærileg rök hafa verið færð fyrir þessari ráðabreytni, en tvennu virðist helzt á lofti haldið, að háliðagrasið sé svo snemm- sprottið, að það vaxi fljótt úr sér og verði lélegt fóður, og að því hætti mjög til að verða einráðu, þar sem því er sáð. Bæði eru rök þessi haldlaus. Engin þörf virðist að bíða með sláttinn eftir því, að háliðagrasið spretti úr sér, en sé það vel á borið og slegið á réttum tíma gefur það ágætt fóður og góðan endurvöxt. Varla getur það tal- ist ljóður á háliðagrasinu, að það heldur velli betur en aðrar grastegundir og fyllir rúm þeirra. sem hverfa, og svo hygg ég, að sé rétt á haldið og rétt metið, sé það engan vegin eins ábúðarmikið og einrátt og oft er talið. Vallarfoxgrasfræ er algerlega ráðandi í AV-blöndunni, 50—55% að þyngd, en vafa- laust talsvert meira þegar fræfjöldi og spírun eru tekin til greina. í þessari ráða- breytni virðist gæta talsverðrar óskhyggju. Vallarfoxgrasið er að vísu ágæt fóðurjurt og getur gefið mikla uppskeru fyrst í stað, en gengur fljótt úr sér víðast hvar, þrátt fyrir hina nýju stofna, Engmó og Korpu, sem þó eru taldir taka hinum eldri fram. Þegar svo túnvingullinn, sem er annar að- alþáttur fræblöndunnar, reynist líka víða skammær, þarf engan að undra þótt stund- Vel ræktuð' jörð og gotl fræ cr undirstað góðrar eftirtekju. um hafi orðið stutt í sáðsléttunum síðustu árin. Ekki bætir BH-blandan mikið úr skák. I henni er að vísu nokkurt háliðagrasfræ, en síðastliðið ár var það allt amerískt (Oregon). Hve lengi svo hefur verið veit ég ekki. Þetta gæti að vísu bjargað nokkru ef tryggt væri, að ameríska háliðagrasið sé eins þolið og jafngott til ræktunar hér og það finnska, en mér er ekki kunnugt um neinar rannsóknir, sem tryggi það. Meðan svo er verður að taka þessari teg- und með varúð. Þegar svo henni sleppir, vekur mesta athygli, að vinglar, aðallega túnvingull, eru allt að 50% blöndunnar, og ef rétt er, að ending hans sé víða léleg, þá fer blandan öll að verða hálfgerður von- arneningur. í aftasta dálki töflunnar er tillaga um grasfræblöndu, sem nota mætti fyrir allt landið. Ég skal viðurkenna, að þar er ekki um neina stórbyltingu að ræða aðra en þá, að háliðagrasið er aftur komið í for- sætið og þá auðvitað finnskt eða annað F R E Y R 97

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.