Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 11
Síldarmjöl eða oiíukökur
Samanburður á síldarmjölii og olíukökum
handa ungviði nautpenings
Það er gömul saga og þó alltaf ný, að
gott síldarmjöl er afbragðs próteinfóður
handa öllum skepnum og flestum prótein-
efnum betra ef ekki öllum, þegar fóðra
skal hænsni og svín. Ýmsir hafa verið
þeirrar skoðunar, að jórturdýr, með hina
miklu gerlastarsemi í meltingarfærunum,
nýttu aðrar próteinvörur, t. d. þær, sem
fást úr jurtaríkinu, allt eins vel og sé því
ástæðulaust að nota handa þeim prótein-
vörur úr dýraríkinu. Það er sannast mála,
að eiginlegar og ábyggilegar tilraunir hafa
að litlu leyti verið gerðar til að sanna
eða afsanna þessi efni. Menn hafa eigin-
lega látið sér nægja að álykta og hafa svo
hver haft annarra ummæli sem staðreynd-
ir í þeim efnum. Og ummælin hafa gjarnan
verið byggð á þeim forsendum, að bakt-
eríur og frumdýr í meltingarfærum jórt-
urdýranna byggja upp prótein, og líffæri
jórturdýrins hagnýta síðan það prótein í
sína efnavinnslu.
Hinsvegar hafa próffóðranir hér og þar
sýnt það, að jafnan hefur fengizt ágætur
árangur af notkun síldarmjöls og kjötmjöls
þegar þessar vörur hafa verið notaðar sem
próteingiafi handa jórturdýrum.
Nú hefur um undanfarin ár verið að
því unnið í Noregi að prófa hvort síldar-
mjöl sé virkilega ekkert betri próteinlind
en jurtaprótein í olíukökum við fóðrun
ungviðis nautpenings.
Asmund Ekern hefur nýlega gert grein
fyrir bví, í norskum landbúnaðartímarit-
um, að 5 tilraunir, með samtals 95 dýr,
hafi gefið til kynna hann árangur, sem
raunar sé samkvæmur því, er margir höfðu
reiknað með. Til samanburðar við síldar-
mjölið voru notaðar blöndur af nokkrum
tegundum olíukaka og í báðum tilrauna-
hópum var notað jafnmikið próteinl, og
olíkökuhópar fengu auðvitað jafnmikið
fóðureiningagildi í fóðrinu og síldarmjöls-
hóparnir. Árangurinn varð sá, að í öllum
5 tilraununum uxu síldarmjölskálfarnir
örar en olíukökukálfar, og var um að
ræða mun sem nam 5—14%.
Að þessum niðurstöðum fengnum er
síðan ályktað, að með því að nota síldar-
mjöl handa sauðfé og kálfum í þeim mæli,
sem nauðsynlegur er til þess að fullnægja
próteinþörfum skepnanna, virðist hægt að
spara 6—15% fóður með því að hafa síldar-
mjöl í kraftfóðurblöndunum í stað olíu-
kaka (jurtapróteins).
Út frá þessu sé því rétt að álykta:
að síldarmjöl sé betri próteingjafi en olíu-
kökur handa vaxandi ungviði.
að jafnvel litlir skammtar (0,2—0,4 kg)
síldarmjöl í dagsskammti gefi meiri
vöxt en olíukökur.
að jafnvel litlir síldarmjölsskammtar í
dagsgjöfinni gefi betri orkunýtingu.
að með notkun sildarmjöls megi spara
fóður handa vaxandi nautpeningi.
* * *
Niðurstöður þessar eru raunar samhljóða
mörgum ályktunum, sem áður hafa heyrst,
en það skal tekið fram, að auðvitað er
miðað við gott síldarmjöl. Brennt og
brankað mjöl, eins og oft hefur verið boðið
íslenzkum bændum, er allt önnur og lakari
vara.
í öðru lagi má svo álykta í þessu sam-
bandi hvílíkt reginhneyksli það er, að við
flytjum úr landi síldarmjöl en kaupum
aftur til Jandsins prótein í fóðurblöndum,
jurtaprótein, sem samkvæmt þessu er mun
lakara að lífeðlisgildi og að öðru leyti veru-
lega lakara sem nemur verðgildi jafnvel
allt að 15%.
Það skal þá sagt um leið, að það eru
ekki bændur eða þeirra fólk, sem þessu
ræður, heldur misvitur verzlunarstétt ef
ekki stjórnvöld landsins. G.
F R E Y R
99