Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 14
Það er margt, sem hefur áhrif til vinnusparnaðar í fjósinu, en flest kostar það fjármuni. Má þar til telja bindingabúnað, sem eitt hundtak þarf til að leysa heila röð í einu. skal hér aðeins gerður samanburður á vinnuþörf í ýmsum fjósum eftir mismun- andi stærð áhafna. Tölur yfir þessi fyrirbæri er að finna í Höies vasabók 1970. Þar segir: Mannsvinna. Stundir á dag og grip Fjöldi kúa í innistöðu Á beit Á ári 7—12 0,45 0,29 142 12—20 0,38 0,24 119 20—35 0,35 0,21 108 yfir 35 0,26 0,16 81 Samanburðurinn er ekki fullkominn að því leyti, að óvíst er hvort til grundvallar liggur jafnmikill fjöldi ungviðis í fjósi, auk mjólkandi kúa, og um ræðir í dönsku rann- sóknunum. Hvað sem því líður má segja, að þessar tölur sýni, svo ekki verður um villst, hve miklu meiri vinnu þarf að leggja af mörkum í litlu fjósi en stóru. Má vel vera, að í hinum minni fjósum sé meiri nákvæmni lögð í hinar ýmsu athafnir og ekki ólíklegt að sumar þeirra séu þess eðlis, að þær launist með meiri og betri afurðum. Skepnur eru, svo sem flestum er kunnugt, þakklátar sérlegri natni og líðan þeirra og afurðageta eru tvö atriði, sem gjarnan eiga samleið. * * * Island Til þessa munu ekki hafa verið gerðar athuganir á því hér á landi hver vinnu- þörfin er í mismunandi fjósum og með mismunandi fjölda kúa í fjósunum. Hins- vegar er það víst, að vinnumagn, sem leggja þarf af mörkum á hvern grip í fjósi, minnkar með vaxandi gripafjölda. Tölur eru þó til yfir vinnumagnið, en þær byggjast á upplýsingum, sem bændvir sjálfir hafa skráð og verða varla véfengdar, því að skipting vinnudags bændanna til hinna ýmsu starfa er færð til bókar í bú- reikningum þeirra og tjáðar Búreikninga- stofu landbúnaðarins. 102 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.