Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 15

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 15
í riti Búreikningastofunnar, sem út kom s. 1. haust, er á bls. 26 og 27 yfirlit yfir vinnu við mjólkurframleiðslu frá 164 bú- um. Er þar annarsvegar yfirlit í töflu yfir vinnu í fjósum á dag þar sem meðalfjöldi kúa var 9,45 en meðalfjöldi kúgilda í fjós- unum var 11,60, sem hlýtur að þýða ung- viði og kýr samtals. Þar sést af línuriti, að minnst er vinnu- magn í slíku fjósi að sumrinu þegar skepn- ur eru á beit, minna en 5 stundir á dag, en á öðrum tímum árs yfir 5 stundir og allt upp í 6,8 stundir daglega í vinnufrek- asta mánuðinum. Af þeirri töflu sést, að vinna við hverja kú (ungviði innifalið) hefur reynzt sem segir í texta ritsins: „Meðalvinnumagn á þeim býlum, sem eru með 2 kýr, er 318 klst. en þeim sem eru með um 14 kýr hafa mun lægri vinnu- stundafjölda eða 161 klst. Eins og súlu- ritið ber með sér fækkar vinnustundum á hverja kú eftir því sem búið er stærra og sérstaklega þar til búið hefur náð stærð sem svarar 14—15 kúm.“ Það er eftirtektarvert, þegar litið er á súluritið á síðu 27 í Ársskýrslu Búreikn- ingastofunnar, að jafnvel í þeim stærðar- flokkum, sem nota má til samanburðar við norsku og dönsku tölurnar í töflunum hér að framan, þ. e. stærð áhafna sem nemur 20 kúm eða meira, er vinnumagnið í þágu kúabúsins allmiklu meira hjá okkur en þar gerist. Að vissu marki hefur beitarskeiðið áhrif á þessar niðurstöður en þó ekki mikil. Líklegra er, að skipan daglegra starfa sé hjá okkur ófullkomin miðað við það, er annarsstaðar gerist. Tölurnar í súluritinu segja þetta beinlínis þegar litið er á þá talnaröð í súlunum, sem segir hvað er minnsta og mesta vinnuframlag í fjósi með ákveðinn fjölda innan veggja. Vera má að frumstæður búnaður og hirð- ingarskilyrði séu sumstaðar svo lakleg í alla staði, að árangurinn hafi orðið sem raun ber vitni. Þegar litið er á heildina hlýtur maður Fjósastörf eru auðveldari í hjarðfjósi en básafjósi. að álykta, að við okkar skilyrði teljist það viðunandi þegar fyrir hverja kú þarf að offra um eða rúmlega 100 stundum á ári. Þar sem vinnuþörfin við mjaltir, hirðingu, fóðrun og aukaverk í fjósi fer verulega fram úr því, er eitthvað að. Þar þarf búið að stækka, þar þarf betri hús og/eða betur skipulögð til starfa. Þar þarf sitthvað að lagfæra, sem til bóta verður ráðið og störf- in auðvelduð að nokkru eða verulegu leyti. Það skal þó sagt um leið, að staðbundin skilyrði geta haft talsverð áhrif, t. d. þar sem flytja þarf mjólk um langvegu til þess staðar, sem mjólkurbíll tekur hana. Annars er það staðreynd, að afköst fjósa- manna eru mjög misjöfn. Maður þekkir bú þar sem fjósamaður þurfti 10—11 stundir daglega til að hirða 18 kýr. Á eftir honum kom annar, sem lauk sama starfi á 5—6 stundum daglega og vann starf sitt miklu betur en fyrirrennarinn. G. F R E Y R 103

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.