Freyr - 01.03.1971, Síða 17
til að fá fyrir brjóstið, og öndunin verður
þá léttari ef bætt er 1 til 2 koddum undir
höfuðið og herðarnar. Stundum er n'auð-
synlegt að hækka sjúklinginn upp í hálf-
sitjandi stellingu. Þetta verður oft að gera
til þess að sjúblingurinn geti sofið. Sé
hlýtt í svefnherberginu, 18—20 stig C.,
þannig, að hægt sé að vera lítið eða sem
minnst klæddur, auðveldar það öndunina
og dregur úr hóstanum. Herbergið má ekki
vera of heitt, þá ofhitnar sjúklingurinn.
Loftið má heldur ekki vera of þurrt, þá
ertir það öndunarfærin. Til þess að halda
loftinu hæfilega röku, er gott að hafa
skál með vatni á rafmagnsplötu með lág-
um straum. Herbergið á að vera jafn heitt,
bæði nótt og dag. Gætið þess að hvorki
rafmagnsofn né neitt annað sé í gangvegi
svefnsdrukkins og hálfruglaðs sjúklings ef
hann kann að fara fram á baðherbergi að
nóttu itil.
Þar sem inilúenza berst frá manni til
manns með úðasmitun — hósta og hnerr-
um — á svefnhertbergið að vera vel loft-
ræst. Lítill efri gluggi má vera opinn svo
framarlega sem hvorki myndast dragsúg-
ur né herbergið kólnar um of. Forðist of-
hituð loftllaus herbergi. Olíuofnar eru
óheppilegir til upphitunar í sjúkraher-
bergi. Þeir eyða súrefninu í andrúmsloft-
inu og menga það með ertandi gufum.
Hins vegar er sök sér iað nota þá til vara-
hitunar annars staðar í húsinu.
Þreyta og þunglyndi
Þreyta og þunglyndi leita á langflesta
eftir inflúenzu eins og aðrar meiriháttar
veirusmitanir. iMeð algerri hvíld, rúmlegu
þangað til hitinn er horfinn og góðri
hjúkrun, verður minna úr eftirköstunum.
Það hressir sjúklinginn að fá oft skipt um
lök; ver, nærboli, náttföt, sem eru rök af
svita. Krumpuð rúmföt á að slétta og laga
koddana fyrir nóttina, því sjúklingurinn
sefur betur í vel umbúnu rúmi. Birtan í
herberginu á ekki að vera sterk og þess
skal gætt að hún skíni ekki í augu sjúkl-
ingsins. Allt skal gert til að forða sjúkl-
ingnum frá áhyggjum, hávaða, heimsókn-
um og vandamálum í sambandi við
heimilisstörf og <alla aðra vinnu. Hann á
helzt að vera í rólegasta herbergi hússins
og bezt er að vera í eins manns rúmi með-
an á sjúkdómnum stendur. Inflúenza er
bráðsmitandi sjúkdómur og því á að ein-
angra inflúenzusjúklinginn og forðast allt
samneyti hans við aðra í fjöilskyldunni og
velviijaða ættingja, eftir því sem tök eru
á. Það dregur úr útbreiðslu sjúkdómsins.
Þeir sem fá hann mega ekki undir neinum
kringumstæðum fara út fyrr en hitinn er
orðinn eðlilegur og líðanin sæmileg, sem
er venjulega eftir 5—7 daga frá byrjun
sjúkdómsins. Börn og aldrað fólk er að
vísu stundum lengur að jafna sig, en iang
flestir eru orðnir nokkurn veginn góðir
eftir 10 daga og hafa þá sigrast á vetrar-
fjanda okkar, inflúenzunni.
Hvenœr ó að leita lœknis?
Eðilegur og heilbrigður maður á auðveld-
lega að komast yfir inflúenzu án nokkurr-
ar læknishjálpar, en hættan felst í fylgi-
kvillum hennar. Haldist hár hiti lengur
en 48 klst., án nokkiurrar tilhneigingar til
lækkunar eða hækki hann aftur eftir 3.
daginn, er ekki ólíklegt að ný smitun hafi
komið til skjalanna e. t. v. lungnakvef eða
lungnabólg. Aldraður sjúklingur, eða veill
fyrir brjósti, á alltaf fyllgikvilla á hættu
ef hann fær inflúenzu. Það gildir sérstak-
lega um fólk með hjartasjúkdóma, þrálátt
ilungnakvef og asthma. Þegar svo stendur
á er rétt að leita læknis í tíma, svo hann
geti gert viðeigandi ráðstafanir. Sjúkling-
ur veilll fyrir brjósti er oft með mikinn
hósta og’ grænan eða gulan uppgang eftir
inflúenzu. Þetta krefst lækniseftirlits, sem
ekki má vanrækja. Inflúenzan er oft frek-
ar væg í smábörnum og líkist oft vondu
kvefi. Umönnun harns með inflúenzu
hlýtir sömu reglum og að ofan greinir.
Bj. Bj. þýddi.
(Frértabréf um heilbrigðismál).
F R E Y R
105