Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 18
• • • Kýrin leggzt og ----*><2K*>-- Kýrin leggst: 1 A. fœtur fluttir inn undir bol 2 A. fyrst á annað hné, síðan hitt 3 A. hreyfir afturfœtur meðfram hlið 4 A. fellir bakhluta í jafnvœgi með höfði og frambúk 5 A. lyftir framhluta og hagrœðir framfótum 6 A. í hvíldarafstöðu Allir þeir, sem eiga nautpening eða hafa hann í forsjá, vita að sjálfsögðu hvernig að honum skal búið svo að honum líði sem bezt. Þegar skepnurnar ráða sér sjálfar úti hafa allir veitt því eftirtekt, að skepnan leggst þannig, að hún velur stað þar sem hœrra er undir fram- hlutanum og aldrei öfugt. Þetta segir aftur, að þannig á básinn líka að vera. Miklu þarf þetta ekki að muna en svona skal það vera. Básinn þarf líka að vera svo rúmur, að ekki valdi óþœgindum fyrir skepnuna að leggjast og standa á fœtur eða að liggja. Til þessa hafa menn sinnt þessu allt of lítið. Fyrir rúmum 20 árum mœldi ég lengd um 200 fullvaxinna kúa og komst að þeirri niðurstöðu, að þœr þyrftu bás- lengd 140—155 cm. Ég gerði þá að tillögu minni, að báslengd í fjósum vœri breytileg frá 140—150 cm, a. m. k. Hinsvegar komu tilmœli frá bœnd- um til Teiknistofu landbúnaðarins um, að básarnir vœru ekki nema 135—140 cm að lengd, vœru þeir lengri þá félli alltaf mykja á básenda og ekki í flóra og þar með fylgdi miklu meiri vinna en annars við að hirða gripina. Ég veit ekki hvort nokkursstaðar hafa verið teiknaðir eða gerðir lengri básar en það og áreið- anlega ekki við hœfi kúnna. Þaðan af síður eru básarnir við hœfi þeirra nú, því að yfirleitt má víst segja, að kýr hafi stœkkað síðasta aldar- fjórðunginn, því spáði ég í þá daga að verða mundi er menn fœru að fóðra ungviðið betur en þá gerðist, og ég cetla að svo hafi reynzt. Að minnsta kosti hafa þœr þyngst og áreiðanlega eru fleiri stórar kýr en þá gerðist svo að margar þurfa nú 145—155 cm langa bása. Ég œtla að m. a. eigi stuttu og allt of stuttu básarnir sök á því hve langur er ,,skútinn“ á fjölda gripa. Skepnurnar vilja gjarna standa á básnum með afturfœturna en ekki í flórnum og þegar básinn er of stuttur verður það að vana á langri innistÖðu að standa með fœturna langt inn undir búknum og þannig myndast langur skúti yfir- byggingarninnar. Ég hef líka komið þar í fjós, sem vissar kýr vildu alltaf standa með afturfœt- ur í flór. Þar voru básar flestir eða allir of stuttir og sumir hölluðust fram svo að von var að skepn- ur vildu standa lœgra með afturfœtur og það hefur gerzt unz að vana varð. fig. 2 A. fig. 4 A. ffg. 6 A. fig. 3 A. fíg. 5 A. 106 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.