Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.1971, Blaðsíða 28
BÚNAÐARSKÓLAR DANA Á árunum eftir síðasta stríð voru stofnaðir nýir bændaskólar í Danmörku og aðsókn að þeim var ör svo að allir voru fullsetnir enda þótt þeir væru þá alit að 30 starfandi. Þá var nemendafjöldinn um og yfir 2000 á hverju ári. Á síðari árum hefur viðhorfið breyzt verulega. Nemendahópurinn hefur minnkað og hver skól- inn af öðrum hefur hætt störfum sem búnaðar- skóli, enda hefur fækkun nemenda verið mjög ör. í búnaðarskólana hafa varla komið aðrir nem- endur en þeir, sem cru fæddir og uppaldir í sveitunum, en ungmennum sveitanna hefur fækk- að stórlega á umræddu tímabili og horfir víða til mikils vanda vegna þess, að á heimilum eru ein- búar og því hvorki konur né börn. Ugeskrift for Landmænd segir frá því, að þegar skólarnir höfðu verið settir um 1. nóvember s. I. fór fram nemendatalning að venju Danskir gún- aðarskólar starfa allir með eins árs nemendur en hin einstöku námskeið þeirra eru 5 mánuðir, 6 mánuðir eða 9 mánuðir. Við suma skólana eru einnig málanámskeið, sérnámskeið og húsmæðra- skólar. Starfandi er nú 21 búnaðarskóli. Nemendahóp- urinn skiptist í tvær greinar, annarsvegar undir- búningsdeildir, sem telja 272 nemendur og svo venjulegt búfræðinám með þátttöku 961 nemenda og svo 68 í mjólkurfræði og 114 við málanám. Um undirbúningsskólann er að segja, að þar um ræðir eiginlega ungingaskóla með nokkrum fag- greinum á sviði landbúnaðar. Eiginlegt búfræði- nám er því stundað í vetur af aðeins 961 nema, en það er um það 'bil þriðjungur þess lióps, sem var við hliðstætt nám um 1950, á vetri hverjum. MENNTUN SVEITAFÓLKS llinn síaukni þáttur, sem konur í vanþróuðum lönd- um eiga bæði í landbúnaðarstörfum og efnahagslíf- inu yfirleitt, krefst menntunar, sem geri þeim kleift að takast á hendur þá ábyrgð scm á þær er Iögð í sambandi við efnahags- og félagsmálaþróunina í Iandbúnaðarlöndum. Þetta er eitt þeirra atriða, sem lögð er áherzla á í skýrslu um faglega menntun í sveitum, sem lögð var fram á alheimsráðstefnu um menntun sveita- fólks í Folkecentret í Kaupmannahöfn dagana 28. júlí til 8. ágúst sl. Ráðstefnan var haldin og skipu- lögð af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna (FAO), Menningar- og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)) og Alþjóða- vinnumálastofnuninni (ILO). f skýrslunni er ennfremur bent á hið útbreidda ólæsi meðal kvenna — einkanlega í hitabeltislönd- um — þar sem það er algengara en meðal karl- manna. Eigi að síður er lögð á konur vaxandi ábyrgð í sambandi við landbúnaðarstörf, og það eru þær sem nálega alls staðar bera ábyrgð á fjárhagsaf- komu fjölskyldunnar. f skýrslunni er lögð áherzla á, að nauðsynlegt sé að veita konum betri upplýs- ingar um hcilsuvernd og takmörkun barneigna. FLÓTTINN ÚR SVEITUNUM f skýrslunni er einnig f jallað um eitt mesta vanda- mál fátæku Iandanna í heiminum, sem sé flóttann úr sveitum til borga og bæja. Það eru einkum ungt fólk sem yfirgefur landbúnaðinn og heldur til borg- anna. Það tekur sig upp af margvíslegum orsökum — að nokkru vegna þess að jörðin veitir ekki nægi- legan afrakstur, að nokkru vegna þess að jarðar- skikarnir eru ekki nógu stórir til að framfleyta allri fjölskyldunni, og að nokkru vegna þess að því finnst tilveran úti á landsbyggðinni ömurleg og finnst það vera einangrað, bæði andlega og efna- lcga. Eftir því sem menntunarskilyrðin batna, eykst straumurinn til borganna. Þess vegna er ofur eðli- legt, að ýmis ríki telji, að betri menntun orsaki flóttann úr sveitum til bæja og þar af leiðandi at- vinnuleysi í þéttbýlinu. Það hefur víða komið á daginn, að ungt fólk af báðum kynjum, scm lýkur skólagöngu um 16 ára aldur, lítur á það sem full- komna niðurlægingu að snúa aftur heim til foreldra- húsanna til að stunda landbúnaðarstörf. í skýrslunni er þó lögð áherzla á, að þéttbýlis- myndun sé eðlilegt fyrirbæri í Iandi þar sem efna- hagskerfið er að breytast. í stað þess að leitast við að stöðva þessa þróun eru hlutaðeigandi lönd hvött til að horfast í augu við hana og færa sér hana í nyt með því að veita því sveitafólki, sem er fast- ákveðið að flytjasl í þéttbýlið, faglega grundvall- armenntun, sem búi það undir vistaskiptin og hina nýju Iífshætti. Fyrir þá, sem búa áfram í sveitun- um, er fagleg menntun einnig nauðsynleg, svo þeir geti gert landbúnaðinn nýtízkulegri og arðbærari. Einn helzti þröskuldur þcss að veita sveitafólki í vanþróuðu Iöndunum faglega tilsögn, er ólæsið, sem er algengara í sveitum en í þéttbýli. Jafnvel fólk, sem einhvern tíma hefur lært að lesa og skrifa, gleymir einatt þessari kunnáttu á nokkrum árum, sé henni ekki haldið við. Þar scm þéttbýlið býður 116 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.