Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 29

Freyr - 01.03.1971, Qupperneq 29
upp á ýmis lestrarörvandi fyrirbæri, svo sem dag- blöð, veggspjöld og annað prentað efni, eru slík örvunarmeðul sjaldgæf í strjálbýlinu. Þegar iengra er horft. felst lausn þessara vanda- máia í auknu barnaskólanámi í sveitum, en stund- um getur orðið nauðsynlegt að skipuleggja faglega kennslu fyrir ólæst fólk, þar sem þörfin er allra brýnust. Þetta er m. a. hægt með því að samhæfa raunhæfa sýnikennslu munnlegum skýringum. Skort á prentuðu efni má að vissu marki bæta upp með því að færa sér í nyt hljóðvarp og sjónvarp. (Frá Sameinuðu þjóðunum). FINNAR FLYTJA ÚT KORNVÖRU Finnska blaðið Landsbygdens Folk segir frá því í september, að uppskeruútlit sé svo gott, að óhætt muni vera að flytja út um 30 þúsund Iestir af höfrum og muni þó nægilegt fóðurkorn verða af eigin uppskeru. Gott verð er sagt að fáist fyrir hafrana, sem fluttir eru til Vestur-Evrópulanda. Finnska ríkið veitir útflutningsuppbætur svo að bændur fá framleiðsluverð fyrir vöruna, en annars er létt að selja nú fyrir mun betra verð en í fyrra, því að 1970 hefur uppskera korns víða um lönd verið um og undir meðallagi. I U.S.A. hefur maísuppskeran orðið fyrir stór- áföllum og í sumum hlutum Canada er liveiti- uppskera rýr. Kornuppskera í Vestur-Evrópu hefur einnig orðið taisvert fyrir neðan meðallag og vandi mikill að nýta kornvöruna, sem að talsverðu leyti var tvíþroskuð, en vaxtartruflanir urðu miklar í þurrkunum snemmsumars. Þar á ofan kom að vandi var á höndum með björgun á stórum svæð- um vegna votviðra og einkum af því að svo mikið var af grænu korni. Allt þetta leiðir til mikillar verðhækkunar á kornvöru að þessu sinni. Það er annað en 1969 þegar margar þjóðir voru ráðalausar eða að minnsta kosti í talsverðum vanda staddar, vegna mikillar uppskeru, enda var þá víða selt með ríkis- aðstoð og fyrir mjög lágt verð. MENGUN ANDRÚMSLOFTSINS Eftir þriggja ára undirbúning byrjaði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) í desember s. 1. að láta skrá og mæla mengun andrúmsloftsins um heim allan. Er hér um að ræða fyrstu raunhæfu ráðstafanir á alþjóðlegum grundvelli til að fjalla um mengunarvandamáiið, og eru þær þáttur í þeirri viðleitni WHO að vinna að varðveizlu heil- næms umhverfis. Verkið verður unnið af tveimur alþjóðlegum miðstöðvum — annarri í Lundúnum og hinni í Washington — þremur svæðismiðstöðvum — í Moskvu, Tókíó og indversku borginni Nagpur — og 20 rannsóknarstofum um allan heim. Ætlunin er að útvega Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vísindalegar upplýsingar um víðtæki og gertæki þeirrar mengunar, sem stafar af kolsýringi og ryk- ögnum. Skýrslugerð um meðalmengun á mánuði gerir WHO kleift að skrá og bera saman horfurnar í hinum ýmsu löndum og senda aðvaranir þar sem þeirra er þörf. Ástæða þess að Alþjóðalieilbrigðismálastofnunin hefur sérstakan áhuga á kolsýringi og rykögnum er sú, að þetta tvennt er talið vera öruggasti mæli- kvarðinn á hið samanlagða mengunarstig. Kolsýr- ingurinn myndast við brennslu kola og olíueefna, og magn hans í andrúmsloftinu stendur í beinu sambandi við ýiniss konar iðnrekstur og við upp- liitun íbúðarhúsa. Rykagnir í loftinu stafa að jafn- aði frá reyk, iðnaðarryki, grjótnámi og gufuvélum. Landfræðilegar og veðurfræðilegar aðstæður gegna veigamiklum hlutverkum í sambandi við útbreiðslu slíkra rykagna. HEILSUFARSLEGAR HÆTTUR Kolsýringur og rykagnir eru einungis heilsuskæð. ef þau koma fyrir í tilteknum samböndum og magni. Kolsýringurinn veldur truflunum í öndun- arfærunum, þegar mengunin hefur náð ákveðnu stigi. Heilsufarsleg hætta af rykögnum veltur á efnafræðilegri samsetningu þeirra og eitrunarstig- inu. Þannig er til dæmis blý eitrað, en kvarzagnir geta valdið „silikosis" í lungum. Þegar magn kol- sýrings í reyk kemst á hættuiegt stig, er hann hættulegastur fólki með lungnakvef og hjarta- sjúkdóma. „Reykþokan mikla“ í Lundúnum leiðir í Ijós, hve hættuleg mengunin getur orðið þegar verst gegnir. Frá 5. til 9. desember 1952 voru stórir partar Bretlandseyja huldir þykkri þoku. Veður var mjög stillt og hitinn var að hækka. Meðan þokan lá yfir svæðinu, var reykmagnið í loftinu fimm sinnum meira en venjulega. Lundúnaborg varð verst úti, en á tveggja vikna skeiði um þetta Ieyti létust 4000 fleiri borgarbúar en á sama skeiði árið á undan. Samkvæmt niðurstöðum dr. W. P. D. Logans, sem rannsakaði áhrif reykþokunnar á heilsfar borgarbúa, byrjaði dánartalan að hækka strax fyrsta daginn. í miðbiki borgarinnar varð aukningin meiri en í útjöðrum hennar. Hin hækkandi dánartala tók til allra aldurs- skeiða og var því á engan hátt takmörkuð við yngstu og elztu kynslóðir Lundúabúa. Langflest fórnarlambanna höfðu áður þjáðst af þrálátu lungnakvefi, lungnabólgu, öðrum lungnasjúkdóm- um og hjartasjúkdómum. F R E Y R 117

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.