Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 5

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 17—18, september 1971 67. órgangur. Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgófustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (óbyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 300 órgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI : Heyannir Nautastöð Búnaðarfélags íslands Kalsíumklóríð Gullnir starir Islands Bósar kúnna Hraðþurrkað gras og grœnfóður Reglugerð Lífeyrissjóðs bœnda Framhaldsnóm í almennri búfrœði Eg kýs heybindivél Húsmœðraþáttur Ættfœrsla kúnna Kaupfélagið í Osló Menn og málefni Útlönd Bœkur Bœndaskóli í Odda Molar HEYANNIR Þegar þessar línur eru skráðar standa yfir heyannir, sá tími ársins, sem fyrrum var talinn aðalbjargrœðistími búenda og er það í vissum skilningi enn. Um heyannir stóðu fáir eða margir á spildunni við slátt, eftir því hvort litið var til smábýla eða hinna stóru bújarða þeirra. tíma. í kjölfar sláttumanna komu stúlk- urnar með hrífur sínar til þess að raka og dreifa múg- unum og gera af flekki. Næsti áfangi var svo að þurrka, og þurfti þá stundum að bíða góðviðrisins eða hey að hrekjast ella. í þá daga var það eftirsótt að komast í kaupavinnu og fylla þann hóp, sem stóð á teigi, karlmenn í Ijósum skyrtum og kvenfólkið með hvítar svuntur, allir gátu verið hrein- lega klœddir og það átti við, einkum þegar sólskin og þurrkar voru. Var þá áberandi athafnasemi þegar margt fólk var að verki eins og gerðist á stórbýlum þeirra tíma. Að sjálfsögðu var veðurfar rysjótt þá eins og nú en björtu dagarnir riktu lengi í hugum fólksins, þeirra var notið í minningunum um langan tima, stundum œvi- langt. Hregg og hrákviðri gleymdust fyrr og er það sjálf- sagt mannlegt, að minnsta kosti svo lengi sem yfirþyrm- andi andbyr var ekki til hrellingar. Nú er öldin önnur. Nú sjást ekki raðir fólks í flekk eða Ijá, né heldur slyngir sláttumenn veifandi orfum á spildunni. Nú veit enginn né þekkir góða eða laklega sláttumenn því að dráttarvélin og sláttuþyrlan geisast um völlinn og fella grasið á við 20 manns. Nú þekkist ekki sláttu- skussi, sem gerður er að hólmaskít, þrœlasláttur er úr sögunni og þessi eða skyld fyrirbæri og mörg önnur eru aðeins til á prenti og á tungu eldri manna, sem voru þátttákendur eða áhorfendur gamla tímans. Nú eru störfin vélræn. Sláttuþyrlan, heytætlan, hey- klóin og ýmis önnur nýtízkutæki eru komin í stað mannsaflsins við heyannir. Sjálfvirkni er kjörorð nú- tímans, en þar eru vélræn öfl í starfi og árangur starf- anna margfaldur á við mannsafrek, enda allt nú það metið x hestöflum, sem telst til orkugjafa. Eins og fornir vinnuhættir hverfa þannig týnast heiti og hlutir í sveitunum, komast ef til vill á Þjóðminja- safnið — hver veit? Er nokkur von til þess að unga fólkið þekki Ijámýs? Hvernig ættu unglingar að vita hvað er reiðver og reið- F R E Y R 353

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.