Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1971, Page 9

Freyr - 01.09.1971, Page 9
sókn á honum lauk að Lundi. Standa að honum ágætar ættir, en ólíkar að bygg- ingarlagi. Er þar bæði að finna granna gripi og grunnbyggða, en á hinn bóginn ágætlega vaxna svo sem Funa N48 og móð- ur hans, Eyrarrós 31. Lýsing og reynsla á dætrum: í afkvæmarannsókninni á Lundi voru 15 dætur Rikka, sem luku 1. mjólkurskeiði. Voru afurðir þeirra, miðað við 304 daga, að meðaltali 3599 kg með 4,41% feitri mjólk þ. e. 15872 fe. Eru þessar afurðir þær langhæstu, sem fengizt hafa til þessa í af- kvæmarannsókn hér á landi. Dætur Rikka í afkvæmarannsókninni eru ýmist svartar, gráar eða rauðar og allar kollóttar. Þær hafa sterkan hrygg, en sumar ójafnan, og mikið bolrými. Malir eru fremur grófar og þaklaga, en fótstaðan sterk. Júgur eru vel löguð, þó eru pokar fyrir ofan spena á sumum. Mjaltir voru taldar misjafnar, en löguðust mikið, er leið á mjólkurskeiðið. Þetta eru þroskamiklar, háfættar og sterklega byggðar kýr. *f» H* Nú hefur verið lýst hinum 5 I. verðl. nautum, sem flutt voru frá Lundi á Nauta- stöðina vorið 1970. Til viðbótar þeim eru tvö önnur naut, sem kvígur eru bornar undan á Lundi og reynsla hefur fengizt á nú, þar sem 1. mjólkurskeið er langt kom- ið. Naut þessi eru Grœðir N194 og Geisli N197, og voru þau flutt á stöðina sumarið 1970. Verður þeim nú lýst: GRÆÐIR N194, f. 21. marz 1966 á Búfjárræktarstöðinni á Lundi við Akureyri. Lýsing: svartur; kollóttur; hrjúf yfirlína. góðar út- lögur (mjólkurrif) og boldýpt; jafnar og breiðar malir, nokkuð hallandi; bein fót- staða; stór gripur. Ættartala: FAÐIR: Munkur N149, SNE og Nautastöðinni við Hvanneyri, sjá hér að framan. I. verðl. MÓÐIR: Grána 52, Lundi við Akureyri, sama og móðir Þjálfa N185, sjá hér að framan um ætt og afurðir. Umsögn um Græði og dætur hans: Græðir hlaut II. verðl. viðurkenningu á sýningu árið 1968. Eru dætur hans nú í afkvæmarannsókn á 1. mjólkurskeiði, svo sem áður er sagt. Eftir 100 daga höfðu 14 dætur hans, er komust að jafnaði í 14,0 kg hæsta dagsnyt, mjólkað 1108 kg að jafnaði. Kynbótanefnd þótti þetta ekki nógu mikl- ar afurðir auk þess sem þær eru mjög mis- jafnar og ákvað 30. marz s. 1. að fella hann, er nokkru viðbótarmagni af sæði hefði verið safnað. Nokkru síðar voru dætur hans dæmdar á Lundi (J.E.). Meiri hluti þeirra er svart- ur og allar kollóttar. Þetta eru stórar kýr með mikið bolrými, en margar með þröng- ar malir. Þó er fótstaða nokkuð sterk. Júg- ur eru vel löguð, en júgurhlutar misstórir. Spenar eru yfirleitt vel settir, en nokkrar kvígnanna hafa of langa og granna spena. Mjöltun er ágæt, en vottar fyrir því, að sumar leki sig. Þessi hópur sýnir kynfestu og sterkan svip, en hafa gallaða malabygg- ingu. GEISLI N197, f. 7. júní 1966 hjá Jóni Friðrikssyni, Hömr- um í Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu. Lýsing: rauðyrjóttur; hníflóttur; bein yfirlína; djúpur bolur; malir jafnar, flatar og breið- ar; bein og gleið fótstaða; lausbyggður. Ættartala: FAÐIR: Kraftur frá Kyljuholti í Mýrahreppi, A.- Skaftafellssýslu. Ff. Holti frá Holtsseli, Mýrahreppi. Fm. Orka 9, Rauðabergi. Fff. Hrafn A6, Nf. Mýrahrepps, I. verðl. Ffm. F R E Y R 357

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.