Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 15
Katlsíumklórið til að fyrírbyggja doða Sænskur dýralæknir, STEN HEDNER, LiIIa Edet, segir cftirfarandi um tilraunir til að fyrirbyggja doða í kúm. Það er alþekkt, að 55% af þeim kúm, sem einu sinni hafa fengið doða, fá hann aftur og aftur um eða eftir burð. Um burðinn verða miklar breytingar á efnaskiptum kalksins í blóðinu og með sérstökum ráð- stöfunum er reynt að hindra, að skepn- urnar veikist af þessu tilefni. Að sjálfsögðu er eðlilegt að lækna kvillann enda er það oftast hægt ef ráð er í tíma tekið, en betra er þó að hindra komu hans. Við endur- teknar tilraunir hefur það sýnt sig, að með því að hella ofan í kú upplausn af kalsíum- klóríði (uppleyst í vatni), eykst kalkmagn- ið í blóðinu að miklum mun. Þetta er þó ekki hættulaust því að ef upplausn þessi kemst í barka og lungu getur það verið lífshættulegt. Bót má þó ráða á þessu með því að gera upplausnina hlaupkennda. Sænski dýralæknaháskólinn hefur haft tilraunir um þessi efni á Skara tilrauna- stöð, og fengið árangur, sem segir í eftir: farandi: Skammtar í fyrstu tilraun voru gefin 100 g af hlaup- kenndri upplausn kalsíumklórið, blandað með vatni 450 g, tvisvar eða þrisvar um burð. í annarri tilraun var skamturinn hafður 150 g og gefinn þrisvar — fjórum sinnum. í þriðju tilraun var sprautað D:j vitamíni í vöðva. Sprautað var daglega frá tveim til átta átta dögum fyrir burð. Til samanburðar þessu þrennu var svo hópur kúa, sem ekkert var gert fyrir. Árangurinn í fyrstu tilraun fengu 39,4% doða, en sam- anburðarkýrnar, þær, sem ekkert var gert fyrir, fengu doða 53,7%. í annarri tilraun fengu aðeins 22,6% doða, þær, sem fengið höfðu upplausn, en samanburðarkýr, sem ekkert var gert fyrir, 46,6%. Þær kýr í hópnum, sem fengið höfðu kalsíumklórið en veiktust samt, veiktust yfirleitt seinna en hinar, sem ekkert fengu. Tilhneiging til skitu jókzt við að drekka umrædda upplausn. í þriðju tilrauninni, þar sem kýrnar voru sprautaðar með D3 vitamíni, veiktust 40,7% en 62,8% þeirra, sem ekki fengu vitamínið. Aukaverkanir Þess er sérstaklega getið, að áður hafi verið prófað að gefa kúm kalsíumklórið í sama tilgangi. Þá voru notaðir stærri skammtar, en hér um ræðir, og það leiddi til alvarlegra eiturverkana. Þá var líka gefið magn, sem nam 1,6 g kalsíumklórið á hvert kg líkamsþunga. Með því að gefa samtals 1 gramm á hvert kg líkamsþunga er talið, að engin hætta sé á eitrunum. Niðurstöður nefndra tilrauna eru tjáðar á þann veg, að með því að gefa kú, sem áður hefur fengið doða um burð, 150 g hlaupkennt kalsíumklórið þrisvar eða fjór- um sinnum fyrir og eftir burðinn, megi minnka doðaveikindi verulega, og því sé réttmætt að mæla með aðferð þessari til notkunar meðal kúaeigenda almennt. * * * Eftirskrift Hvort ofangreind aðferð er vænlegri til árangurs en sú, sem prófuð hefur verið á þann veg, að auka fosfórskammt í kraftfóðrinu fyrir burð, til þess að örva framleiðslu hvata þeirra, sem stjórna kalk- efnaskiptum, og auka síðan kalkmagn kraftfóður- ins strax eftir burðinn, skal ósagt látið hér. A hitt er vert að benda í þessu sambandi, að sé hæfilegt að gefa eitt gramm kalsíumklóríð á hvert kg lík- amsþunga hljóta skammtarnir handa íslenzkri kú að vera minni en handa þeirri sænsku, sem vegur um 600 kg. Okkar kýr vega almennt ekki nema 350—450 kg. F R E Y R 363

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.