Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 17

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 17
vaxin og getur náð alít að 1 meters hæð. Þegar stararengin bylgjast undan hafgolu á heitum sólskinsdögum líkjast þau mjög hrísgrjónaökrum. Vatninu er veitt af í júní, og uppskera getur farið fram í júlí— ágúst. Að því, er varðar jarðvegsskilyrði, er gulstörin frekar kröfuhörð. Beztu engin eru mynduð af fínum árframburði, sem myndazt hefur úr basalti og móbergi. Leir- og sandkenndur jarðvegur við strendur, sem hefur blandast salti og skeljasandi úr hafinu, gefur oftast beztu uppskeruna. Þýfðar fúamýrar og fen, sem eru undir rennandi áveitu, breytast oft sjálfkrafa í hin beztu starengi og verða að sléttlendi á fáum árum. Fræin virðast berast með vatninu og spíra í leirnum. Plönturnar fjölga sér síðan með rótarskotum og mynda traustan svörð. íshellan, sem leggst yfir engið að vetrarlagi, þrýstir niður öllu þýfi og heldur yfirborðinu sléttu. Svörðurinn varðveitist þannig af vatni og ís árum saman. Heyöflun á íslandi Starengin hafa verið nýtt til heyfanga í nokkrum hinna stærri dala íslands allt frá landnámsöld, og uppskera hefur aldrei brugðizt meðan vatn til áveitu hefur verið fyrir hendi og réttilega nýtt. Á hafísárum verður oft uppskerubrestur á venjulegri túnrækt, en flæðiengin gefa þá góða upp- skeru. Þótt undarlegt megi virðast, hefur ríkis- valdið einbeitt sér að þurrkun mýranna eftir tilkomu dráttar- og uppskeruvéla fyrir þrem áratugum. Ríkisstjórnin hefur greitt þeim bændum styrki, sem hafa þurrkað og plægt mýrar sínar. Því miður er oft lítið til þurrkunar vandað, og hún gerð í mesta flýti. Útlendu grasfræi er sáð í flögin, og notkun amóníumnítratáburðar er óhófleg. Árangurinn verður mótstöðu- lítill svörður og annars flokks uppskeru- gæði, sem verða húsdýrum að skaða. Það er því tilhneiging til að lítilsvirða gömlu stararengin og nota þau einungis til beitar. Stararengi í öðrum löndum Ég er alinn upp í héraði á Norðurlandi, þar sem gnótt var góðra stararengja. Ég hef einnig haft reynslu af flæðiengjum með störum og grösum, er vaxa undir vatni, bæði við strendur og á hálendi meg- inlands N.-Ameríku. í sumum þessara fjar- lægu fjalladala og strandhéraða má sjá fegurstu hjarðir holdanauta og mjólkurkúa á beit í votlendinu. Þessar hjarðir eru nær eingöngu fóðraðar af uppskeru starar- og grasengjanna. Á Kyrrahafsströndinni, Beringshafs- ströndinni í Alaska, fjalllendi Brezku Kolumbíu, Dregon og Norður-Kalifomíu eru votlendi vaxin carex cryptocarpa, sem er deilitegund gulstararinnar. Þessi stör myndar afburðaengi fyrir nautgripi og villtar skepnur. Flæðisléttur fljótanna í innri héruðum Alaska gefa einnig ágæta uppskeru af þessari stör. í strandhéruðum Labrador eru einnig engi með þessari stör. í strandhéruðum Austur-Síberíu finnst hún einnig í ríkum mæli og er mikils metin sem fóðurjurt. Hér á íslandi hefur reynsl- an sýnt, að velverkað gulstararhey er jafn- gilt töðu sem nautgripafóður og fjárfóður, og það heldur skepnunum hraustum og frískum. Samanburður á efnamagni í beztu töðu- grasi okkar, vallarsveifgrasi og gulstör, er sýndur í töflu I. TAFLA I. Samanburðarefnagreining á vallarsveif- grasi og gulstör. Vallarsveifgras Gulstör (poa pratensis) (Carex Lyngbyei) % % Vatn 21.1 22.4 Hráprótein 12.3 12.1 Steinefni 8.65 5.8 Tréni 29.8 22.5 Pentosan 24.1 21.4 Kolvetni og fita 22.9 35.6 Meltanlegt prótein 89.1 79.8 F R E Y R 365

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.