Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 18

Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 18
Störin er mjög auðveld í verkun, og notkun sérstakra efna, til þess að gera heyið geymsluhæft, er óþörf. Meðalupp- skera af slíku votheyi á hektara ætti að vera 8—12 tonn. Ræktun Stararengi svara vinnslu og sáningu venjulega vel. Sandlög, leir, mór og mold blandast og bæta svörðinn. Þannig má auka uppskerumagnið. Vatnsáveitur geta einnig stórbætt engin. Flæðiengi, sem lengi eru undir vatni í dalbotnum og við árósa, ættu að vera út- búin opnanlegum framræsluskurðum fyrir uppskerutímann. Beltisdráttarvélar eru hentugri en dráttarvélar á hjólum við upp- skerustörf. Sumir bændur nota sleða í stað vagna til þess að draga ferskt fóðrið af engjunum. Nýslegið engið er nægilega hált fyrir sleð- ann. Fóðrinu er lyft í neti með lyftu yfir á flutningabíl. Við verkun stararheys er ekki verra að láta hitna aðeins í sátunum og láta þær síga. Þannig verður heyið góm- sætt og lystugt fyrir skepnurnar. Að bæta gulstörina Síðastliðin sex sumur hef ég rannsakað á- sigkomulag gamalla stararengja, hvernig megi endurbæta þau og vinna nýtt land undir flæðiengi. Sérhver stórframkvæmd í þá átt verður að byggjast á samvinnu undir stjórn hæfra áveituverkfræðinga og njóta ræktunar- styrks. Á sumum stöðum verður notkun vatns- dæla nauðsynleg við þurrkun, eða til þess að fylla áveitusvæði, þegar lítið er í ám. Til þess að fá fram nýjan gróðursvörð er nauðsynlegt að bylta gömlu landi og dreifa torfinu jafnt um hið nýja áveitusvæði. Síðan þarf að valta og veita ríkulega vatni á svæðið og þá mun spretta upp kjarna- gróður. Nú sem stendur er ég að rannsaka spírun á stararfræi. Jafnframt læt ég gera athuganir erlendis, bæði á rannsóknarstofu og úti í náttúrunni. Það þyrfti að gera kerfisbundnar tilraunir á engjum í nokkr- um íslenzkum inndölum með kalkáburði, hráum pottöskusöltum, Chile-saltpétri, kalsíumnítrati, fosfór (gafsa) og húsdýra- áburði. Allar líkur benda til, að uppskerumögu- leikar séu mjög miklir með áburðardreif- ingu í vökva að því tilskildu, að áveitu- kerfið sé í góðu lagi. Það ætti að bera á steinefnaáburð eftir að uppskeru er lokið, en húsdýraáburð og saltpétur ætti að nota strax eftir fram- ræsingu í maí-júní. Kjörland fyrir gulstör hefur sýrustig milli 5.5 og 6.8 pH. Heildarkostnaður við endurvinnslu ár- framburðarlands í stararengi er yfirleitt minni á hektara en kostnaður við þurrkun og ræktun mýra, sem þurfa afar mikið á- burðarmagn árlega, og sáðgresið endist sjaldan lengi. Alit Sovétmanna í Sovétríkjunum eru nokkrar starir í mikl- um metum sem fóður fyrir nautgripi og villt dýr. Dr. D. V. Teravanesyan, við Á- ætlunarstofnun iðnaðarins í Leníngrad, hefur frætt mig á því, að í háfjöllum Ká- kasusfjalla sé mýrarstör (Carex nigra) fyrsta flokks beitarjurt á sumrin. Á heim- skautasvæðum Síberíu eru tvær íslenzkar starartegundir algengar, Carex halleri (fjallastör) og Carex rariflora (hengistör). Þær mynda góð beitilönd. Carex stans, Carex discolor og Carex substance (flæðastör) eru einnig algengar og mynda góð beitilönd fyrir hreindýr og nautgripi. Fjórði hluti flatarmáls Finnlands eru mýrar, flóar og vötn. Ræktun slíks lands er mjög vandasöm. Nýlega kom finnskur jurtafræðingur til íslands til þess að rann- saka gulstararengi. Hann safnaði fræi og flutti út jarðveg til tilraunaræktar í Finn- landi. Fyrir um 60 árum var gerð efnagreining á íslenzkum störum, sem sýndi 10.2% hrá- 366 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.