Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 19

Freyr - 01.09.1971, Side 19
próteinmagn, 45.5% kolvetni og 20.7% tréni (fibre). Aðrar starir notaðar við fóðrun í gróðurríki Islands eru 40 starartegundir og nokkrar deilitegundir. Starirnar mynda — ásamt broki (fífutegundum) og sefteg- undum — gróðurfélög mýra og flóa. Á lyngheiðurn og í sendinni jörð vaxa einnig starir innan um ýmis heiðagrös, lyng og runna. Beitihagar fyrir búfénað byggjast að mestu á slíku landi allt árið um kring. Sumar starartegundir halda sínum græna lit undir snjónum yfir veturinn og sauðfé og hross krafsa þær undan snjó á veturna. Gulstörin hefur stinnan, beinan og þrí- strendan stofn, blöðin eru breið og flöt með niðurorpnum röðum. Liturinn er skærgrænn á vorin, en breytist smám sam- an yfir í fölgulan og síðan okkurgulan, þegar tekur að hausta. Eitt eða tvö stoðblöð ná alla leið að topp- axinu. Eitt eða fleiri upprétt karlöx og tvö þrjú eða fleiri kvenöx, er lúta niður og hanga á löngum ieggjum, einkenna gul- stöiina. Axhlífarnar eru oddmjóar og hafa þrjár bugðóttar veikar æðar á hverri hlið fræhulstursins. Þær eru kastaníurbrúnar, þegar fræin hafa náð þroska. Gulstörin er frjósöm fræplanta, en fræin ná oft ekki fullum þroska. Eftir fyrsta haustfrost falla fræin og grafast e. t. v. í leirinn. Fullþroska fræ getur spírað þar, þegar aðstæður leyfa að nýju. En gulstörin fjölgar sér aðallega með rótarskotum, sem hindra, að aðrar tegundir festi rætur. Blástör Blástör (ljósastör, C. rostrata) er stór og kröftug starartegund, er vex í votlendi við árbakka, kring um tjarnir og vötn. Lýsing: fjölær, jarðstöngull með renglum, safamik- ill, þrístrendur stilkur. Blöðin há, stinn og blágræn. Karlöxin 2 eða 3, mjó og ljós á litinn, Neðan við þau eru 2 eða 3 kvenöx sívöl, grængul og gildari. Þau eru nærri því upprétt. Axhlífarnar grábrúnar, stutt- ar, yddar. Hulstrin gljáandi, grængul eða gul, um 5 mm löng, útsperrt. Hún er frjó- söm fræplanta og afar frostþolin. Hún er prýðisfóður fyrir nautgripi, sem vaða djúpt í vatn til að ná henni. Blástör er algeng í Síberíu sem votlendis-fóðurjurt og er þar mikils metin sem slík. Mýrastör Mýrastör (C. nigra). Hún er upprétt, fjöl- ær og verður allt að 50 cm á hæð. Stráin mjó, blaðmörg. Er mjög algeng í blautum mýrum og á frambornu landi. Er góð fóð- urjurt á vorin og fyrri hluta sumars. Eitt karlax og tvö kvenöx, svört með grænum röndum. Hrafnastör Hrafnastör (C. saxatilis). Upprétt með jarðstönglum, allt að 50 cm há. Mjó blöð en blaðmörg. Eitt til þrjú kvenöx, svart- gljáandi. Eitt karlax á toppi. Vex í flóum innan um brok (E. angustifolium). Báðar þessar jurtir eru góðar til beitar, jafnvel á veturna. Gulstör víxlfrjóvgast auðveld- lega með mýrastör (C. nigra). Kynblend- ingurinn nefnist bleikstinnungur. Hann er kraftmikil og góð fóðurjurt. Kynblendingur milli gulstarar og stinna- starar (C. rigida) er algengur. Hann vex vel í magurri jörð. Hann er álitinn góð fóðurjurt á sumrin. Það eru miklir möguleikar á að velja úr fullkomnari afbrigði af gulstör og rækta þau fram á skipulegan hátt. F R E Y R 367

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.