Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Síða 21

Freyr - 01.09.1971, Síða 21
Á árunum 1946 og 1947 mældi ég kýr í nokkrum fjósum til þess að komast að því rétta hvaða lengd básar þyrftu að hafa til að hæfa kúnum. Það var einmitt á þessum árum og þeim næstu þar á eftir, sem mikil alda var að rísa um byggingu nýrra fjósa. Það var þá, sem fyrst var hafist handa um tvöfalt gler í fjósgluggum og rækilega ein- angrun fjósa, sem gerð voru úr stein- steypu. Það var þá, sem skipulagsbundin loftræsting var innleidd með samræmi milli inntökumagns hreina loftsins að utan og burtrás hins raka og' kolsýrumengaða lofts innan veggja. Að loftræstingin þá og til þessa hefur ekki verið notuð og nýtt eins og skyldi er saga út af fyrir sig. Við mælingu kúnna komst ég þá að raun um, að lengd básanna væri hæfileg 140—150 cm eða um 145 cm að meðaltali. Lengd kúnna, mæld af bóghnútu á tortu, var ákaflega misjöfn og það svo, að básar handa stærstu kúnum þurftu að vera allt að 155 cm að lengd, allt miðað við stutt- bása. Þegar til þess kom að teikna fjósin þessi ár og byggja eftir teikningunum, sýndi það sig, að þeir er byggðu vildu ekki fara eftir teikningum Teiknistofu landbúnaðarins, ýmsir neituðu að hafa bása lengri en 140 cm og margir gerðu þá aðeins 135 cm að lengd þegar byggt var. Það var auðvitað rétt, að sumar kýrnar voru svo stuttar, að þeim hæfðu 135 cm langir básar, en hvað um hinar? Hvað þær snerti skeði að sjálf- sögðu það, að þær hlutu að standa með aft- urfætur í ílórnum og mótast þannig til ó- vana og óhirðu, eða að öðrum kosti að standa í óhægri stöðu með afturfætur langt inn undir bolnum, því að þær komu á bása sína þegar þær voru enn ekki fullvaxnar, við vöxtinn lengdust þær og þá urðu bás- arnir of stuttir. Það er fyrst og fremst þess vegna, að maður hefur á undanförnum árum séð fjölda kúa, bæði á beit og einkum í fjósum, þannig að vaxtarlagi, að því er líkast sem langur skúti sé á, þær eru aflagðar í vexti Ef kýrnar ligg’ja á rist yfir flór er þeim mjög hætt við legusárum. á afturbúk, fótstaðan að sama skapi óeðli- leg og samræmi vaxtarlags í heild ónáttúr- legt, þar hefur orðið hálfgerður vanskapn- aður af því, að 40 vikna innistaða á allt of stuttum básum hefur mótað vöxt skepn- anna, einkum vegna þess að vöxturinn hef- ur fyrst og fremst orðið til í innistöðu. Að bændur vildu hafa básana svo stutta, sem raun var á, stafaði af því, að þá var minni hætta á — eða jafnvel engin — að kýrnar teðjuðu á básstokka heldur beint í flóra, eins og til er ætlast. Þetta viðhorf er hárrétt, en hér var verið að velja milli þess að spara vinnu við að hreinsa básstokka og skeyta ekki um sköpulag eða líðan skepnanna og svo hins gagnstæða. Til þess að reyna að miðla mál- um að nokkru var sumstaðar gengizt inn á að hafa bása mislanga, þannig, að láta flóra fá stefnur svo að básar styttust en stétt breikkaði til annars enda fjósanna, það skapaði líka nokkur þægindi með til- F R E Y R 369

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.