Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1971, Page 25

Freyr - 01.09.1971, Page 25
Meginmark raforkunnar var notað til þess að hreyfa grasið í þurrkaranum og svo til að mala og pressa vöggla. Leitast var við að reikna kostnaðinn sem nákvæmast, en vegna þess að bókhaldið var breytilegt frá einni verksmiðju til annarrar, var ekki unnt að finna nákvæm- ar tölur fyrir alla pósta. Aðal-niðurstöður var þó hægt að finna og nam framleiðslu- kostnaður á umræddum 10 verksmiðjum árið 1967 réttum 8.000 íslenzkum krónum á hvert tonn af fullunninni vöru. Þess er getið í skýrslunni, að vaxandi áhugi sé fyrir hraðþurrkun, en er hún hag- kvæm? Þar við er sett spurningarmerki. Hitt er þó víst, að áframhaldandi til- raunir sýna ákveðið, að stækkandi verk- smiðjur gefa batnandí árangur. Heima- framleiðsla Norðmanna árið 1967 nam 66,5 % af þörfinni, en svo að segja öll fram- leiðslan var notuð handa alifuglum og svínum. * afc $ Á búfjárræktarráðstefnu í Gödöllö bann 27. og 28. ágúst 1970, gerði prófessor Brei- rem grein fyrir norskum fóðurtilraunum um undanfarin ár þar sem það sýndi sig, að vothey var í notkun hagkvæmast til fóðrunar og lýst yfir undrun sinni hvers vegna sumir legðu svo mikið kapp á að prófa og nota hraðþurrkun við heyverkun, sem sannanlega gerði fóðrið dýrara en vera þarf. (European association for animal produktion, ref.). Graskögglar í Danmörk Hraðþurrkun fóðurs er víða á dagskrá og unnið er að rannsóknum og tilraunum á því sviði í umfangsmiklum mæli í Dan- mörk, enda eru Danir næststærstir fram- leiðendur þeirrar vöru í Evrópu, aðeins Frakkar framleiða meira. Framleiðsla Dana af grasmjöli og graskögglum á þessu ári var í vor áætluð 400 þúsund tonn. Forsögslaboratoriet vinnur að tilraunum með fóðrun hraðþurrkaðs fóðurs og tækni- FREYI stofnun búvöruiðnaðar sér í lagi með tæknispursmál og hagfræðiatriði. Prófessor Neimann-Sörensen hefur verið mikill áhugamaður um framleiðslu og notkun grassins sem hraðþurrkaðs fóðurs, og undir hans forsjá er nýlega búið að gera upp þriggja ára tilraunir með þess- konar fóður handa nautpeningi. Á bændafundum s. 1. vor gerði prófess- orinn grein fyrir megindráttunum af nið- urstöðum tilraunanna þannig: 1. Tap næringarefna við hraðþurrkun og geymslu grasfóðurs nam 10—15% að meðaltali. 2. Mesta magn, sem kýr fengust til að eta af grófsöxuðum og hraðþurrkuðum kögglum, nam 10—12 kg á dag. Gróf- saxað fóður af þessu tagi étzt bezt, fínsaxað eða malað étzt lakar og það meltist einnig miklu verr. 3. Með vaxandi notkun grænfóðurköggla minnkaði þurrefni mjólkurinnar. 4. Fitumagn mjólkurinnar hafði tilhneig- ingu til að minnka þegar verulegt magn grasköggla var gefið, einkum þegar fóðrið hafði verið fínmalað fyrir köggl- un. Verulegt magn af hálmi, notað með kögglunum, bætti nokkuð úr annmörk- um. 5. Hagræn útkoma af notkun þessa fóðurs varð ekki sú, að telja megi æskilegt að leggja kapp á að efla þessa verkunar- aðferð fóðurs að verulegu marki. Á einu þeirra býla, sem umræddar þriggja ára tilraunir voru framkvæmdar, var út- koman betri en annarsstaðar, en þar hafði melassi verið notaður með. Sem góð ráð í sambandi við fóðrun með hraðþurrkað gras og grænfóður, tjáði pró- fessorinn, að mest ylti á því að grösin væru tekin á réttu vaxtarstigi, að þurrkun og geymsla væri í bezta lagi og að kögglarnir séu gerðir úr grófu efni og ekki of stórir. Þá etzt og nýtist þetta fóður bezt. (Landsbladet maí 1971) 373

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.