Freyr - 01.09.1971, Side 27
tívii, er hún hefur sjálf verið bóndi eftir
70 ára aldur, reiknast tvöfalt i þessu sam-
bandi. Að öðru leyti miðast lífeyrisréttur
við það, að konan uppfylli skilyrði 1. gr.
4. gr.
Fjárhæð elli- og mákalífeyris, sem veittur
er samkvæmt 1. gr., miðast við réttinda-
tíma og meðáltal grundvallarlauna sam-
kvœmt 8. gr. laga um Lífeyrissjóð bænda
næstu 5 almanaksár, áður en taka lífeyris
hefst.
Árin 1966—1971 skulu grundvállarlaun
reiknast sem hér segir:
Árið 1966 kr. 168.098.00
— 1967 — 191.236.00
— 1968 — 191.236.00
— 1969 — 209.046.00
— 1970 — 240.167.00
— 1971 — 318.731.00
Frá og með árinu 1972 skulu grundvallar-
laun reiknuð í samrœmi við upplýsingar
verðlagsnefndar landbúnaðarvara (sex-
mannanefndar).
Lífeyrir skal vera eftirfarandi hundraðs-
hluti af meðaltali, grundvallarlauna, sbr.
1. og 2. málsgr. Ef um er að ræða ellilíf-
eyri og skilyrðum 3. málsgr. 1. gr. um hjú-
skap eða sambúð er ekki fullnægt, skal þó
lækka meðaltekjurnar um 20%, áður en
lífeyrir er reiknaður.
Réttindatími Elli-lífeyrir Maka-Iífeyrir
5 ár — 10%
6 — — 11%
7 — — 12%
8 — — 13%
9 — — 14%
10 — 12,5% 15%
11 — 14,0% 16%
12 — 15,5% 17%
13 — 17,0% 18%
14 — 18,5% 19%
15 — 20,0% 20%
16 — 22,0% 21%
17 — F R E Y R 24,0% 22%
18 — 26,0% 23%
19 — 28,0% 24%
20 — 30,0% 25%
Skemmri réttindatími en 10 ár veitir
ekki rétt til ellilífeyris samkvæmt 1. gr.
5. gr.
Lífeyrir samkvæmt 9. og 11. gr. laga um
Lífeyrissjóð bœnda kemur til frádráttar
lífeyrisgreiðslum samkvæmt 4. gr. Verði
lífeyrir hærri samkvæmt 9. eða 11. gr. lag-
anna, telst ekki vera um lífeyrisgreiðslur
samkvæmt 4. gr. að ræða.
Greiðslur úr öðrum lífeyrissjóðum koma
til frádráttar greiðslum samkvæmt 4. gr.
Hafi hlutaðeigandi eftir árslok 1969 gengið
úr lífeyrissjóði og afsalað sér réttindum
sínum þar, skal sá lífeyrir, sem hann ella
hefði átt rétt á, dragast frá á sama hátt.
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda úrskurðar,
hvernig innstæða í lífeyrissjóði með sér-
eignaskipulagi skuli metin til frádráttar.
Til frádráttar koma enn fremur lífeyris-
greiðslur samkvœmt lögum um eftirlaun
til aldraðra félaga í stéttarfélögum, nema
um sé að ræða viðbótargreiðslu samkvæmt
3. málsgr. 12. gr. þeirra laga. Þá koma
eftirlaunagreiðslur samkvæmt fjárlögum
og til frádráttar.
Lífeyrir samkvæmt 4. gr. skerðist, ef
hlutaðeigandi hefur tekjur af vinnu, er
nema 1/12 grundvallarlauna eða meira á
almanaksári, og skal skerða lífeyrinn um
1/12 fyrir hvern 1/12 hluta grundvallar-
launa. Skerðist lífeyrir með þessu móti um
meira en 3/4, skal hann felldur niður með
öllu. Telji sjóðstjórn tekjulið vera að
nokkru leyti vinnutekjur, en að nokkru
leyti eignatekjur, skal hún áætla skiptingu
hans í þessa tvo hluta. Atvinnuleysisbætur
og slysadagpeningar teljast til vinnutekna
í þessu sambandi.
6. gr.
Greiðslur eftirlauna eiga sér stað frá 1.
janúar 1971 til þeirra, sem þá uppfylltu
375