Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 28
I almemnfi búfraeði
Um skeið hefur verið um það rætt meðal kennara á
Hvanneyri og annarra, að þörf væri á því að koma
á fót búfræðinámskeiðum við bændaskólana. Hlut-
vcrk þeirra gæti verið tvenns konar:
I fyrsta lagi að lengja búfræðinámið frá því sem
nú er, um allt að því 1 vetur. og stuðla á þann hátt
að því, að búfræðingar verði betur að sér.
í öðru lagi að veita eldri búfræðingum, svo og
bændum yfirleitt, kost á því að auka þekkingarforða
sinn og fylgjast með framförum á sviði búfræðinnar.
Mál þetta hefur verið rætt við fyrrverandi og nú-
verandi landbúnaðarráðherra, þá Ingólf Jónsson og
Halldór E. Sigurðsson, svo og ráðuneytisstjóra
Gunnlaug E. Briem. Hafa þeir allir tekið máli þessu
vel og tjáð sig því fylgjandi. Hefur Iandbúnaðar-
ráðuneytið ákveðið að hafist verði handa í þessu
efni á Hvanneyri í vetur (1971—1972) með tak-
markaðan fjölda nemenda, ef þáttaka fæst. Nám-
skeiðin verða 3 alls, og standa hvert þeirra í um það
bil 6 vikur. Kennsla verður ókeypis.
Fyrirkomulag námskeiðanna er hugsað þannig:
Námskeið í jarðræktarfræði, cr hefjist í byrjun
nóvember.
Námskeið í búfjárrækt, er hefjist upp úr áramótum.
Námskeið í bútækni og byggingum, er hefjist í
scinni hluta febriiarmánaðar.
Nemendur geta eftir vild tekið þátt í einu nám-
skeiðanna eða fleirum, eftir því sem rúm leyfir.
Reynt verður að haga náminu þannig, að það verði
sem mest hagnýtt, en þó að mestu leyti framhald af
venjulegu búfræðinámi.
Þeir búfræðingar (eða aðrir), sem hafa hug á að
sækja ofangreind námskeið, sendi umsókn fyrir 20.
sept. til undirritaðs, þar sem m. a. sé greint frá aldri
og menntun.
Guðm. Jónsson, Hvanneyri.
skilyrði jyrir eftirlaunarétti. Til þeirra,
sem síðar öðlast rétt til ejtirlauna, greiðast
þau jrá 1. nœsta mánaðar eftir, að þeir
öðlast þann rétt. Aldrei skal úrskurða líj-
eyri lengra aftur í tímann en tvö ár.
Ejtirlaun greiðast ejtir á jyrir hvert
greiðslutímabil, er stjórn sjóðsins ákveður.
Þó skal eigi greitt oftar en mánaðarlega
og eigi sjaldnar en ársjjórðungslega.
Heimilt er stjórn sjóðsins að semja við
Búnaðarbanka íslands um, að bankinn
annist greiðslu líjeyris jyrir sjóðinn sam-
kvæmt reglugerð þessari. Skal þá bankinn
gera ársjjórðungslega kröfu á hendur rikis-
sjóði, sem greiðir 62,5% útgjalda, og Stojn-
lánadeild landbúnaðarins, sem greiðir
37,5% útgjalda. Skal miðað við, að þessir
aðilar geri skil á áætluðum útgjöldum
hvers ársjjórðungs ásamt endanlegu upp-
gjöri jyrir nœsta ársjjórðung á undan eigi
síðar en tveim vikum jyrir lok ársjjórð-
ungsins.
7. gr.
Umsóknir um ejtirlaun skulu ritaðar á
eyðublöð, er stjórn sjóðsins lætur gera.
Umsœkjendum er skylt að svara öllum
spurningum og veita þær upplýsingar, sem
nauðsynlegar eru til þess, að hœgt sé að
úrskurða um ejtirlaunarétt.
Telji stjórn sjóðsins upplýsingar um ein-
hver þau atriði, er máli skipta um eftir-
launarétt, vera ójullnægjandi, skal hún
jresta úrskurði, unz úr hejur verið bœtt,
eða miða greiðslu við þann rétt, sem ó-
tvíræður er.
Stjórnir búnaðarjélaga skulu láta stjórn
sjóðsins í té skrár um þá, sem þær telja,
að rétt eigi til ejtirlauna.
Reglugerð þessi er sett samkvœmt 24. gr.
laga nr. 101 1970, um Líjeyrissjóð bænda,
og öðlast gildi þegar í stað.
, Reykjavík 7. júlí 1971.
376
F * E Y R