Freyr - 01.09.1971, Blaðsíða 32
í barneign, verða ekki teknar inn á þessa
áætlun. Flestir færustu menn á þessu sviði
eru sammála um að hugsanleg áhætta geti
fylgt því að bólusetja konur, sem kunni að
vera orðnar ófrískar eða geta orðið það
innan nokkurra mánaða eftir bólusetning-
una, þar sem álitið er að hinar lifandi en
veikluðu veirur geti borizt í ófædd börn.
Þannig er hugsanlegur möguleiki á að
bóluefnið geti orsakað fósturskemmdir
svipaðar þeim, sem eiga sér stað af sjúk-
dómnum sjálfum. Þetta veit þó enginn með
vissu. Tilgangurinn með aðgerðunum mun
því verða sá, að rjúfa smithringinn með því
að gera börn ónæm. Þetta dregur mjög úr
líkunum til þess, að þungaðar konur komist
í snertingu við sjúkdóminn. Þeir, sem einu
sinni hafa fengið rauða hunda, eru vernd-
aðir gegn þeim allt sitt líf. Rauðir hundar
eru ekki nálægt því eins smitandi og marg-
ir aðrir barnasjúkdómar, t. d. hlaupabóla
og mislingar. En af þessu leiðir að einungis
fimmti hver fullorðinn maður er ónæmur.
Smitið berst frá öndunarfærunum. Veiran
flyzt með úða frá hálsi og nefi og smitið
breiðist beint frá hinum sjúka yfir á þann,
sem ekki hefur fengið sjúkdóminn og er
ekki ónæmur. Venjulega er sjúkdómurinn
vægur og skammvinnur hjá börnum, og
eftirköst mega heita undantekningar. Sér-
kennandi fyrir sjúkdóminn er að kirtlarnir
aftan á hálsinum, bak við eyrun, bólgna og
verða viðkvæmir í viku til hálfan mánuð
eftir smitun. Útslátturinn kemur fram í
andlitinu og aftan á hálsinum eftir 12 til 23
daga meðgöngutíma og breiðist hratt út
um allan líkamann, venjulega helzt útslátt-
urinn í 2—3 daga. Meðal sjúkdómseinkenn-
anna eru mjög oft vöðvaeymsli, höfuðverk-
ur og hiti. Hjá fullorðnum er sjúkdómur-
inn oft alvarlegri. Einkenni liðagigtar eru
algeng, einkum hjá konum. í farsóttum
veikist einstaka maður svo illa, að sjúkra-
húsvist er nauðsynleg, en oft er sjúkdóm-
urinn mjög vægur, bæði hjá börnum og
fullorðnum. Þó á sér stað, að engin ein-
kenni koma í ljós, ekki einu sinni útsláttur
og sjúklingurinn veit því ekki að hann hef-
ur fengið sjúkdóminn. Greining sjúkdóms-
ins getur verið erfið og stundum ógerleg,
nema með því að láta rannsaka blóðsýni á
rannsóknastofu. Rauðir hundar líkjast
mjög vægum mislingum, skarlatssótt og
einkyrningssótt (mononucleosis). Veiru-
tegundir þær, sem valda rauðum hundum,
geta orsakað sjúkdóma, sem líkjast þeim
og ganga jafnvel sem farsóttir. Rauðir
hundar geta gengið á hvaða árstíma sem
er, en oftast að vetri og vori. Venjulega
koma farsóttirnar sjötta til sjöunda hvert
ár. Dæmigerð farsótt hefst að vetri til, nær
hámarki að vori og heldur svo áfram sína
leið. Eftir að hún hefur náð hámarki, eykst
venjulega mjög fjöldi þeirra barna, sem
fæðast með meðfædda ágalla. Það var ekki
fyrri en 1941, að sambandið milli með-
fæddra ágalla vegna rauðra hunda, var
sannað, er ástralskur læknir uppgötvaði
hvað eftir annað grástarblindu meðal
barna, sem voru fædd af mæðrum, sem
höfðu fengið rauða hunda í farsótt, sem þá
gekk. Þegar amerískir læknar rannsökuðu
afleiðingar faraldursins 1963—1965 á mörg
þúsund fóstrum, kom í ljós, að þær voru
miklu meiri en nokkur hafði áður gert sér
ljóst. Ef kona fær rauða hunda á fyrstu 4
vikum meðgöngutímans, er mikil hætta á
að börnin fæðist með alvarlegum líkamleg-
um og andlegum ágöllum, hjartasjúkdóm-
um og heilaskemmdum. Skýrslur sýna,
að af hverju 10 konum, sem hafa fengið
rauða hunda á fyrstu mánuðum með-
göngutímans, ala 2 börn með alvarleg-
um ágöllum. Tvö til þrjú af hinum
börnunum eru heyrnarsljó, sé smávægi-
legur heyrnarmissir og hægfara vöxtur tal-
inn með, eykst fjöldinn enn. Sumir lækn-
ar telja, að 9 af hverjum 10 börnum séu
með einhvers konar líkamlegar og andleg-
ar veilur. Þó alvarlegustu afleiðingar
rauðra hunda á fóstrið séu yfirleitt taldir
bundnar fyrsta mánuði meðgöngutímans,
hefur þó komið í ljós, að næstu þrem mán-
uðum hans fylgir æ mikil hætta. Ýmsir
380
F R E r R