Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1971, Side 33

Freyr - 01.09.1971, Side 33
ágallar verða til á þessu tímabili, hindra andlegan þroska og valda því að barnið nær seint valdi á hreyfingum sínum, heyrnardeyfa og skemmdir á slagæðum við hjartað eru einnig algengar. Þess konar ágallar koma ekki alltaf í dagsljósið við fæðinguna og sumra þeirra verður ekki vart árum saman, jafnvel ekki fyrr en barnið byrjar skólagöngu. Allar hinar hörmulegu afleiðingar faraldursins 1963— 65 urðu brennandi hvatning fyrir fjölda amerískra vísindamanna að finna lausn á þessum hræðilega vanda. Þeir settu sér það mark að finna lausnina 1970, árið, sem bú- ast mætti við næsta faraldri. Það er aðdá- unarvert að takast skyldi að ná takmark- inu fyrir tilsettan tíma. Árið 1961 tókst fyrst að einangra rauð- hundaveiruna og að rækta hana í tilrauna- glösum. Mjög stórkostlegt og erfitt skref, sem varð að ná til þess að skapa einhverja möguleika fyrir gerð bóluefnis. Þá lá næst fyrir að rannsaka hvers konar bóluefni ætti að nota. Bóluefni geta verið annað hvort „dauð“ eða „lifandi“, eins og fjölvirka sabina bóluefnið við lömunarveiki. í líf- lausu bóluefni er veira gerð óvirk og smit- ar því ekki. í lifandi bóluefni er veiran að vísu veikluð en hún smitar. Báðar tegundir valda myndun mótefna. Fyrst var leitast við að búa til líflaust bóluefni, en það dugði ekki. Það varð því úr að gert var lifandi bóluefni og í því eru veiklaðar eða hæfilega tamdar veirur. Eftir þrotlausa vinnu og tilraunir tókst að búa til bóluefni, sem myndaði ónæmi, en þeir, sem spraut- aðir voru, fengu ekki rauða hunda og gátu því ekki smitað aðra. Nú ríður á að bregða fljótt við og hefja allsherjar bólusetningu á börnum. Að ári getur það verið um sein- an og að þá hafi hinar hörmulegu afleið- ingar rauðhundafaraldurs endurtekið sig. Börn, sem fæðast með skemmdir eftir rauða hunda, geta verið aðfaramiklir smit- berar, sem enginn varar sig á og þá sér- staklega hættulegir í sjúkrahúsum og bið- stofum lækna. Þau eru með veiruna í sér í 18 mánuði eftir fæðingu og allan þann tíma geta þau smitað aðra. Þegar ófrísk kona smitast, geta læknar helzt ekkert annað gert en að framkalla hjá henni fósturlát. Fjöldinn allur af konum hefur ekki hug- mynd um að þær hafi smitast af rauðum hundum fyrr en útslátturinn kemur í ljós. Auk þess eru æði margar, sem smitast, án nokkurra sýnilegra einkenna. Fjöldi kvenna telur sig hafa fengið rauða hunda án þess að svo sé, heldur hafa þær verið með aðra veirusjúkdóma. Aðrar eru ónæm- ar án þess að þær viti eða telji að svo sé. Með svokölluðu Hl-prófi, er nú hægt að greina rauða hunda fljótt og örugglega og einnig má ákveða hvort ónæmi sé fyrir hendi og á þennan hátt er nú hægt að firra mikinn fjölda kvenna áhyggjum og lang- vinnum ótta. Með HI prófinu geta læknar greint rauða hunda meðan konan er ófrísk þó öll einkenni vanti og þannig er hægt að róa konur og veita þeim öryggi, sem fá út- slátt um meðgöngutímann, sem ekkert á skylt við rauða hunda. Nýja bóluefnið verður ómetanlegt fyrir ótölulegan fjölda barna í framtíðinni. Börn, sem annars áttu á hættu að verða blind eða fá ólæknandi heyrnardeyfu, munu nú fæðast með eðli- lega sjón og heyrn. Börn, sem hefðu getað átt á hættu að fæðast andlega biluð með stórfellda líkamlega ágalla, eiga nú fyrir sér að koma fullkomlega heilbrigð í heim- inn. Þannig mun bóluefnið forða mörgum börnum miklum og ólæknandi sjúkdómum, og hjá öðrum skilur það á milli lífs og dauða. (Fréttabréf um heilbrigðismál). F R E Y R 381

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.