Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1971, Síða 34

Freyr - 01.09.1971, Síða 34
Ættfærslan þarf að vera í lagi Enginn þáttur er mikilsverðari í kynbótastarf- inu en örugg skráning einstaklinganna, því að hún er grundvöllur œttfœrslunnar. I faðerninu er hálf œttin. Nú eru mörg naut stundum feður kálfanna á sama bœnum og því nauðsynlegt að hafa góða bókfœrslu, svo að allt sé í lagi. Vœntanlega fjölgar kálfum með aukinni tilhneigingu til nautakjötsfram- leiðslu. Líklegt er, að kálfar frá nokkrum bcej- um gangi á sama beitilandi í framtíðinni og þá getur reynzt erfitt að þekkja hvar hver og einn á heima, séu þeir ekki auðkenndir. Glögg merking er og verSur því nauSsyn- leg — helzf eyrnamörk. Ýmsar aðferðir má viðhafa til þess að auð- kenna kálfana en eðlilegast er að nota það merkjakerfi, sem er glöggt og ekki brenglast. Danska merkjakerfið hefur víða þótt gott, og hér skal mœlt með því. Úr því skal lesa eins og myndin sýnir. Telja má eðlilegt að samið sé við sœðingamenn að merkja kálfana, en til merkinganna er notað sérstakt markajárn (bitajárn) og þegar hafa skal hundruð með þarf líka gatajárn, en sjálfsagt er að hafa áframhaldandi númer kúnna á hverjum bœ og til þess eru og verða kvígukálfarnir — sem verðandi kýr — merktir á viðeigandi hátt. Kaupíélagið í Osló hélt hátíðilegt 75 ára afmæli sitt þann 5. febrúar sl. Enda þótt kaupfélag þetta sé í höfuðborginni er það verziliun bændanna. Felleskjöpet, eins og það heitir á norsku, var stofnsett 5. febrúar 1896 en hóf eigin- lega starfsemi um haustið sama ár. Fyrstu 10 árin hafði það ekki með framleiðslumál að gera en árið 1906 var sá þáttur tekinn á diagskrá og það ár var í stofnskrá félags- ins skráð: „Hilutverk félagsins er að annast stór innkaup fyrir félagsmenn gegn staðgreiðslu og tryggja undirdeiildum þess kraftfóður, sáðvörur og tilbúinn áburð fyrir sem lægst verð og með gæðaöryggi" f?essum atriðum hefur verið framfylgt síðan sagði formiaður félagsins Mattis Dob- loug, í sambandi við afmælisathafnir og undirstrikaði öra þróun félagsskaparins undir stjórn ágætra framkvæmdastjóra, og hefur teygt hlutverk sín inn á fleiri svið í þágu bændanna en gert var ráð fyrir í upphafi. 'M. a. er á vegum þess rekin ræktun sáðvöru og tilraunir gerðar með búfé og jarðrækt. í sambandi við afmælið var sérstök at- höfn gerð í tiilefni af stækkun stærstu fóð- urverksmiðju félagsins á Kambo, en þar er nú rúm fyrir 70.000 tonn af korni í sílóum og í fóðurblöndunarstöðinni voru framleidd 472 tonn af fóðurblöndu að meðaltaili á dag árið 1970. íslenzkir bændur njóta góðs af starfsemi Kaupfélagsins í Osló á vissum sviðum, m. a. er það með í framræktun túnvingul þann, sem dr. Sturla iFriðriksson hefur safnað fræi til um hálendi íslands. 382 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.