Freyr - 01.09.1971, Síða 36
50000 MILLJÓNA KRÓNA VIRÐI
Samkvæmt síðustu hag-skýrslum Hollendinga er
verðmæti garðyrkjuframleiðslu þeirra það, er fyr-
irsögnin greinir frá. Hlutur grænmetisframleiðsl-
unnar nemur tæplega helming af þessari upphæð,
en þar af er þáttur gróðurhúsaafurða um 60%.
Að öðru leyti eru verðmæti hinna stærri fram-
leiðslugreina garðyrkjunnar sem hér segir:
Blóm, allskonar 10589 milljónir króna
Blómlaukar 6200 — —
Ávextir 5208 — —
Tré og runnar 2232 — —
Ætisveppir 1612 — —
Skýrslan upplýsir einnig, að Hollendingar verja nú
um 1240 milljónum króna á ári til rannsókna og
tilrauna í garðyrkju. Framleiðendur leggja fram
10% af þessari upphæð, en ríkið leggur til 90%
fjármagnsins.
Bæta má hér við, að á ýmsu hefur gengið í ár
fyrir hollenzkri garðyrkju er varðar sölu úr landi.
Fyrir stuttu varð hreinlega að fleygja á stuttum
tíma um 700 þúsund stykkjum af salati, því ekki
fékkst það lágmarkssöluverð sem er í gildi á hverj-
um tíma. Verð á tómötum hefur einnig verið í
algjöru lágmarki um skeið, m. a. vegna mikils
framboðs frá Austur-Evrópulöndunum, Búlgaríu
og Rúmeníu. Þessi lönd eru farin að bjóða mjög
ódýrar gróðurhúsaafurðir í aðal-markaðslöndum
HoIIendinga.
Síðast er vitað var, fengu hollenzkir garðyrkju-
bændur um 18 kr fyrir kílóið af tómötum á upp-
boðsstöðvunum, og verður það að teljast hágborið
verð, m. a. ef haft er í huga, að olía til upphitunar
hefur hækkað á annað hundrað prósent á tæpu ári.
Eru hollenzkir grænmetisframleiðendur skiljan-
lega uggandi um sinn hag og kvíðnir gagnvart
framþróun gróðurhúsaframkvæmda í austurhluta
Evrópu. Hollendingar hafa haft mestan veg og
vanda af að kerfa þessar framkvæmdir og byggja
upp, og ljá hverskonar tækniaðstoð frá upphafi,
en aðeins eru nokkur ár síðan hafist var handa
bæði í Búlgaríu og Rúmeníu um verksmiðjurekst-
ur gróðurhúsa á sama hátt og bezt gerist í Vestur-
Evrópu.
Einnig á sviði blómaræktar eru Hollendingar að
öðlast skeinuhætta keppinauta. Mikil útþennsla á
sér stað á Ítalíu, einkum í suðurhiuta Iandsins
þar sem sólríkja er mikil. Einnig í ísrael er unnið
markvisst að því að auka blómarækt fyrir Evrópu-
markað, og nú hafa ræktendur í Kenya hafist
handa um hlómaframleiðslu til útflutnings. í flest-
um tilvikum eru þar Norður-Evrópubúar að verki.
Ó. V. H.
RANNSÓKNIR Á
GRASKÖGGLAFRAMLEIÐSLU
Norsku bændasamtökin hafa mælt með því, að af
rannsóknastyrk hins opinhera, í þágu búnaðarrann-
sókna og tilrauna, verði varið á þessu ári 100.000
krónum (þ. e. 1,2 millj. ísl. kr.).
Rannsóknirnar verði framkvæmdar við Kalnes
búnaðarskóla, en þar hefur verið unnið að slíkum
athöfnum að undanförnu.
í bréfi til ráðuneytisins frá bændasamtökunum
segir, að þrátt fyrir að það hafi sýnt sig til þessa.
að graskögglar hafi reynzt of dýrt fóður og dýrara
en allt annað jafngilt, megi telja réttmætt að fram-
kvæma rannsóknir, sem geti vísað leiðina, er velja
skal í þessum efnum, því að vera megi að í fram-
tíðinni geti þessi verkunaraðferð orðið raunhæf
þar eð vinnulaun hækka stöðugt en vélræn orka
ekki að sama skapi. Einnig er á það bent, að með
því að taka grasið snemma á vaxtarstigi þess og
þurrka það sé hægt að afla meira próteins en
annars og þar eð prótein virðist stöðugt hækka í
verði á heimsmarkaði sé vel þess vert að öruggar
rannsóknir og tilraunir hafi skorið úr um hvað
vinnst við umrædda verkunaraðferð og hvernig
kostnaðarliðir skiptast við framleiðslu grasköggla.
Þessvegna skuli kanna hæði hin tæknilegu, fóður-
fræðilegu og hagfræðilegu atriði.
LANDSBYGDENS FOLK
finnska bændablaðið, segir frá því um miðjan júlí
s. I., að svo mikið frost hafi komið á ýmsum stöð-
um í Finnlandi, jafnvel á suðlægri slóð, snemma
í júlí, að kartöflugras kolféll. Til allrar lukku
var korn varla farið að blómstra eða ekki, og
hefur það vonandi bjargað þeirri uppskeru frá
eyðileggingu.
Sama heimild greinir hinsvegar frá því, að svo
miklir þurrkar hafi verið í sunnanverðu Finnlandi
í vor og snemmsumars, að þeir hafi háð hálmvexti
kornsins og því sé auðsætt, að þar verði uppskera
korns næsta takmörkuð á vorkorni.
384
f R E V I