Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Síða 7

Freyr - 01.08.1973, Síða 7
og hvíld frá ys og streitu borgarlífsins. Þegar rætt er um notkun landsins er bent á, að það þarf að hugsa fyrir útivistar- svæðum, fólkvöngum, veiðilöndum, skíða- löndum, tjaldsvæðum og sumarbústaða- löndum o. s. frv. Þetta er vissulega allt saman nauðsyn- legt fyrir borgarbúann. En ber þetta þó ekki að vissu leyti vott um öfugþróun? Ekki þarf sveitafólkið sérstakan sumar- bústað — því nægir að byggt sé á einum stað yfir það — ekki þarf það sinn sérstaka fólkvang og útivistarsvæði, í ákveðinni fjarlægð frá heimilinu. Þetta gefur okkur þá bendingu, að ekki ætti að vera þörf fyrir okkur að láta þró- unina ganga út í öfgar hér eins og gerzt hefur víða erlendis. Þar er fólk fyrir löngu farið að flýja úr stórborgum. Fólk flýr þær bæði til afþreyingar í fríum og sem fasta bústaði, leitar á rýmri svæði í útborgum og nágrannabyggðum. Jafnvel þó það þurfi að eyða löngum tímum daglega til að ferð- ast til og frá vinnu. Nú er verksmiðjum einnig dreift mikið meira um löndin. Þó að hér sé auðvitað ekkert viðlíka þéttbýli og í stórborgum erlendis, er þessa útstreymis þegar farið að gæta verulega frá Reykjavíkursvæðinu. Þannig hefur nú skapast greinileg eftir- spurn eftir lóðum austan við fjall með til- komu hraðbrautar yfir Hellisheiði. Sýnir það m. a. að það er réttara að mæla fjar- lægðirnar í tímaeiningum, sem það tekur að komast á milli staðanna, en km. Þetta sýnir okkur líka, að takist okkur að skapa gott samgöngukerfi um landið með greið- færum vegum árið um kring, þéttum við byggðina í sveitunum — með því meðal annars náum við félagslega lífvænlegum einingum. í umræðum um byggðamál síðustu árin hefur stöðugt verið klifað á einu hugtaki. Svokallaðir byggðakjarnar — hafa átt að leysa þar allan vanda. Þetta byggðakjarna- tal hefur tröllriðið svo öllum umræðum um þessi mál, að ekki má lengur bera sér í munn gömul og góð orð eins og þorp, kauptún, kaupstað eða bæ. Nú heita þetta sveitakjarnar, byggða- kjarnar og héraðs- eða landshluta mið- stöðvar, o. s. frv. Það hefur aldrei leyst neinn vanda að skýra hlutina nýjum nöfn- um. En hvað fylgir þessu? Ef betur er að gáð, sézt, að með þessum sérstöku „kjarna- ráðum“ er í raun og veru verið að virkja sjálft miðsœknilögmálið. — Miðstöð hvers hvers héraðs dregur til sín fólkið úr nær- liggjandi sveitum. Stærsti staður hvers landshluta dregur frá minni stöðunum, og svo höfuðborgin — heildarmiðstöðin eða kjarni kjarnanna sogar áfram frá mið- stöðvum landshlutanna, jafnframt því sem hús dregur beint úr sveitum og þorpum. Byggðakjarnapólitíkin er í sjálfu sér engin lækning, — það þýðir ekki að ætla sér að virkja lögmálið gegn sjálfu sér. Það, sem þarf að gera, er að breyta hug- arfarinu sem á bak við miðsæknina liggur og virkja þá krafta, sem virkilega geta unnið gegn því. Meðal annars með jöfnun á félagslegri aðstöðu og jöfnum öllum að- búnaði þjóðfélagsins við þegnana, hvar sem er á landinu. Það mætti telja hér upp í löngum röðum hvað gera þyrfti til þess að fólkið, sem aflar frumverðmætanna úr moldinni og úr hafinu, hvar sem þau finnast, og verður að hafa búsetu dreift um landið, njóti fé- lagslegs, menningarlegs og fjárhagslegs jafnréttis, og hvað gera þyrfti til þess að fjármagnið hætti að sogast saman á einn stað og á eftir því atvinnutækifærin og síðan fólkið. En hér er ekki sérlegt tilefni til slíkra upptalninga. Ég læt nægja að nefna þetta einu nafni: Það þarf hugarfarsbreytingu. Við þurfum að gera okkur ljóst, að ekki er allt fengið með stórum einingum á einu eða öðru sviði, þar verðum við að þræða okkar mundangshóf. Ef hér ætti í einu og öllu að fara eftir 365 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.