Freyr - 01.08.1973, Síða 17
Meðferð kjarnfóðurs
Til þess að gera í stuttu máli grein
jyrir nútíma sniði á meðferð kjarn-
fóðurs — þ. e. kornvöru, sem notuö er
til fóðurs og fer um vélar og annan
búnað á kraftfóðurverksmiðjum —
skal drepið á eftirfarandi:
Hráefnið kemur frá ýmsum löndum heims
en fyrst og fremst þó frá Ameríku. Ekki er
allsstaðar viðhaft sama fyrirkomulag við
móttöku þess á hafnarstöðvum, þetta fer
nokkuð eftir því hvort verulegur hluti vör-
unnar er fluttur aftur til annarra landa eða
vinnslustöðva, sem sjálfar hagræða vör-
unni áður en hún fer til vinnslu. Það er nú
að verða algengt, að sílóskip, er flytja í
einu 30 — 60 þúsund lestir, taka þetta
magn í amerískri höfn og skila því 1 Evrópu,
mest í stórsíló í Rotterdam eða Hamborg.
Á meðan tæming skipsins fer fram eru
tekin nokkur sýni af vörunni. Þetta
starf er rækt á vegum viðurkenndra rann-
sóknastöðva, sem framkvæma rannsókn-
irnar vegna landbúnaðarins. Þar er vara
efnagreind og gæði vörunnar að öðru leyti
staðfest (íblöndun annarra hluta, brotið
korn o. fl.) Niðurstöður rannsóknanna
fylgja svo með til þess, sem fær vöruna og
notar hana til fóðurvinnslu .
Frá skipshlið er kominu dælt í síló. Með-
altalstölur efnagreiningarinnar eru varð-
veittar sem sönnun fyrir meðalgildi vör-
unnar og til þess að næsta vöruslatta verði
ekki blandað saman við nema að hann sé af
hliðstæðum gæðum. Með tilliti til þess að
geta tekið við og haft í geymslum mismun-
andi vörur að gæðum og gerð, eru sílóin
mörg á hverri vinnslustöð.
Nútíma síló eru útbúin einskonar hita-
mælum, þ. e. hlutum, sem í gegn um þráð
senda tilkynningu um hitastigið í mismun-
andi hæð hvers sílós. Hitastigið má lesa í
stjórnherbergi. Þannig er fylgzt með því
hvað gerist í hverju sílói og hvenær gera
þarf ráðstafanir til þess að forðast skemmd-
ir, en þær felast í því að dæla vörunni milli
sílóa og forðast þannig ofhitun og skemmd-
ir, sem annars er hætt við, svo sem myglu
og samruna. Tæming og flutningur milli
sílóa er annars leikur einn þegar allt er
framkvæmt með dælum.
Frá sílóum er varan síðan flutt yfir í
fóðurverksmiðj un a til mölunar og síðar til
íblöndunar með öðrum efnum. Á þessari
leið er ennfremur viðhöfð hreinsun vör-
unnar rétt eins og við tæmingu frá skipi
í síló.
þar og víðast um Norðurálfu, unga fólkið
fer að heiman og kemur ekki aftur og
gamla fólkið og hið aldraða gefst upp.
Atvinna er svo mikil og góð í bæjunum,
að þar þolir búskapur ekki samanburð í
efnalegu tilliti. Mjög mikil eftirspurn er
eftir mannsafli til byggingavinnu og ann-
arrar mannvirkjagerðar, og hefur hinn ný-
stofnaði háskóli í Tromsö tekið til sín mjög
stóran skerf af því vinnuafli, sem er á
landssvæðinu, en þar er fjárfesting í stór-
um stíl. Og litið á heildina má segja, að
það sé þéttbýlið, sem verkar eins og segull
á unga fólkið, rétt eins og gerist miklu
víðar. Hvort sveitirnar byggjast aftur
verður ekki sagt með neinni vissu, en þar
eins og annarsstaðar verður það vélrænn
búskapur, sem hlýtur að ráða en ekki
gamla búskaparlagið, það kemur varla
aftur. Hinsvegar getur það skeð, að nýjar
framleiðslugreinar mótist. Má þar aftur
nefna laxinn, ekki sízt ef vel tekst til með
skipulagningu þeirrar búgreinar til fram-
dráttar þeim, sem framvegis vilja viðhalda
dreifðri byggð við víkur og firði hinnar
vogskornu vesturstrandar Noregs.
F R E Y R
375