Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1973, Qupperneq 10

Freyr - 01.08.1973, Qupperneq 10
þeirra ættu að gilda fyrir, eru eftirfarandi tölur birtar. TAFLA 1. - Meðaltöl og breytileiki nokk- urra atriða, sem mæld voru á tilraunaskeiðum. Meðaltal 2/3 mælinga eru á bilinu Þroskastig, dagar 30,2x) 20,2—40,2 Dagafj., sem heyið lá á velli 10,3 0,3—20,2 Meltanleiki heysins eftir þurrkun, % 69,4 64,6—74,2 Tilraun slegin fyrst 27. júní (1972) — — síðast 12. ágúst (1972) x) Vallarfoxgrasið að skríða við 20 daga. Dagafjöldi á velli gefur til kynna tím- ann, sem heyið lá flatt eða í görðum, en á ekki við tíma, sem heyið kann að hafa staðið í sætum á túni. Breytileiki þáttanna er mikill, einkum þó í dagafjölda, sem heyið lá á velli, en hann var minnstur 1 dagur, en komst upp í 35 daga í tilraun, sem gerð var sumarið 1972. Mikill breytileiki áhrifaþáttanna eykur að öðru jöfnu notagildi niðurstaðn- anna. Niðurstöður athugunarinnar eru teikn- aðar sem deplarit á mynd 1. Með sérstakri reikniaðferð (tveggja þátta aðhvarf) var greint, að hve miklu leyti mætti rekja mismun í meltanleika heysins eftir þurrk- un á velli (y) til mismunar á þroskastigi grassins við slátt (x^) og mismunar á daga- fjölda, sem vallþurrkunin tók (x2). Kom í ljós, að 45% af breytileika í meltanleika heysins eftir þurrkun mátti rekja til þroskastigsins, en 30% til lengdar þurrk- unartímans. Þau 25%, sem eftir eru, má skýra með mismunandi veðurfari á þurrk- unartíma og meðhöndlunar heysins, sem var nokkuð breytileg, auk tilraunaskekkju. Eftirfarandi aðhvarfslíking kom fram R2 = 0,75 Líkingin sýnir, að meltanleiki heysins, eftir þurrkun á velli, lækkar um 0,34 ein- ingar við hvern dag, sem dregið er að slá, og að hann lækkar um 0,48 einingar við hvern dag, sem heyið liggur á velli. Þetta táknar þó ekki beinlínis, að betra sé að láta vallarfoxgrasið standa í rót í stað þess að hrekjast á velli, eins og eftirfarandi dæmi sýnir: Sé vallarfoxgrasið slegið við skrið (þroskastig = 20 d.) og þurrkað á 3 dög- um, má vænta, að meltanleiki þess verði um 76% við hirðingu. Hrekist það hins- vegar í 12 daga á velli, yrði meltanleiki þess við hirðingu um 72%, en því marki mætti einnig ná með því að draga sláttinn í 13 daga (þroskastig = 33 d.), ef tryggt væri, að vallþurrkun lyki þá á 3 dögum. Frumathuganir á Hvanneyri benda til þess, að meltanleiki vallarfoxgrass falli í einstaka tilvikum örar í grasinu á rót en í heyinu slegnu, liggjandi á velli. Virðist þetta fara nokkuð eftir þroskastigi gras- anna og tíðarfari (3). Á árunum 1969—1972 skreið vallarfox- grasið á tilraunaspildunum á Hvanneyri að jafnaði um 5. júlí. Nú er ekki óalgengt, að verið sé við heyskap kringum 25. júlí — 5. ágúst. Sé gengið út frá því, að það taki að jafnaði 3 daga að þurrka heyið á velli, hefði meltanleiki þess vallarfoxgrass, sem slegið var um mánaðamótin júlí — ágúst, sennilega orðið sá sami og þess, sem slegið hefði verið við skrið, 5. júlí, og hrakist á velli í 21 dag. Þetta er einungis staðfesting á reynslu ýmissa bænda og annarra (4,5) um, að snemmslegið, hrakið hey, er ekki undan- tekningalaust lakara að gæðum en síð- slegið hey, vel verkað. í inngangi greinarinnar var minntzt á þá erlendu reglu, er segir, að viðunandi hey- fóður sé það, er hefur meltanleikann 67— 70% og þar yfir. Miðað við þær niðurstöð- ur, sem hér hafa fengizt og áðurnefnda reglu, ætti því ekki að draga slátt á vallar- foxgrasi lengur en þar til 20—25 dögum y — 84,6 — 0.34x, — 0,48x2 368 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.