Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 36

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 36
Er mjaltavélin í lagi? Norsku mjólkurfélögin sendu s. 1. haust, áminningu til allra eigenda mjaltavéla, eins og þau eru vön að gera á hverju hausti. Hljóðar hún á þessa leið: a) Mælið sogið í dælunni. Gætið þess að olíuhæðin sé rétt á olíusmurðum dælum athugið hvort reimin er heil og rétt hert. Er dælan ekki í lagi þarf að lag- færa hana strax eða setja nýja í henn- ar stað. b) Athugið sogskiptinn, bæði hraða hans og hvort hann gengur jafnt. Sé hann ekki í lagi má senda hann til mjólkur- stöðvarinnar, sem sér um aðgerð á hon- um. (Merkið hann glöggt svo að hann fari ekki á villigötur á leiðinni eða á viðgerðarstað). c) Hreinsið leiðslurnar einu sinni eða tvisvar á ári (sérstaklega nauðsynlegt þegar mjaltafötur eru notaðar). Sjúgið fyrst veika sódaupplausn inn í þær og skolið eftir vandlega með nægu vatni. Meiri vökva má ekki sjúga inn í loft- kerfið en rúmast í dunknum. Byrjið við kranana næst dælunni. d) Hreinsið sogventilinn reglulega. Verki hann ekki vel, er nauðsynlegt að setja nýjan í hans stað. Fjaðurstilltir ventlar eru einatt ótraustir. e) Athugið spenagúmin og slöngurnar að minnsta kosti einu sinni í viku og setjið ný í stað gallaðra strax og veilur koma í ljós. Góð og ógölluð spenagúm létta starfið og mjólkin mengast ekki af gerlagróðri í ósprungnum og nýjum spenagúmum. $ $ $ Hvernig er þessum hlutum varið hér á okkar landi? Margir hafa mjaltavélar, þeim hefur fjölgað mjög ört á síðari árum. Vel má vera, að mjólkurstöðvarnar sendi ábendingar og heilræði heim til bænda, í „tómu brúsunum“, en sé ekki svo þá er ástæða til að ætla, að heilræði norskra mjólkurstöðva geti líka náð til bænda úti á íslandi og orðið þeim að gagni, en lögmál um meðferð og notkun mjaltavéla eru al- veg óháð því í hvaða landi þær eru notað- ar. Hinsvegar getur viðgerðaspursmálið verið breytilegt frá einni þjóð til annarrar. En hvað sem því líður er efalaust, að holl- um ráðum má gefa gaum, hvaðan sem þau koma. 394 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.