Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1973, Side 21

Freyr - 01.08.1973, Side 21
GUNNAR GUÐBJARTSSON: Þróun bú^öruverðs og meðferð verðlagsmála Samkvæmt lögum nr. 101 6. des. 1966 um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskrán- ingu, verðmiðlun o. fl. þá skal ákveða verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða til tveggja ára í senn, en heimilað að breyta búvöruverði ársfjórðungslega, ef breyting- ar verða á kostnaði við búrekstur vegna verðbreytinga á rekstrarvörum eða vegna breytinga á kaupgjaldi „á undangengnu þriggja mánaða tímabili“. í samræmi við þessi ákvæði var verð- lagsgrundvöllur tekinn til endurskoðunar haustið 1970 og hefði átt að koma aftur til endurskoðunar haustið 1972. En ríkis- stjórnin gaf út bráðabirgðalög 11. júlí 1972, sem frestuðu þessari endurskoðun til 1. janúar 1973, var það gert í samráði við aðalfund Stéttarsambands bænda 1972. Hinsvegar var heimilt eins og áður að breyta verði búvöru í samræmi við verð- lags- og kaupgjaldsbreytingar. Það sem fólzt í frestunarákvæðunum var því ein- göngu varðandi breytingar á magntölum rekstrarvara, og fjármagns í gjaldahlið grundvallarins og á magntölum búsafurða vísitölubúsins í tekjuhlið hans. Samkvæmt þessu fór fram ný verðlagn- ing búvöru 1. sept. s. 1. og voru þá teknar inn í búvöruverðið nokkrar breytingar á verði rekstrarvara svo og vísitöluhækkun kaupgjalds, sem þá kom til framkvæmda. Hækkanir verðlags, frá 1. sept. 1971 til 1. sept. 1972, urðu alls um 24,56% og í krónu- tölu á útgjöldum verðlagsgrundvallarbús- ins 216.585,00. Hlutfallslega hækkaði launa- liðurinn mest eða um 41,1%, aðrir gjalda- liðir hækkuðu allir nokkuð, nema kjarn- fóðrið, sem lækkaði um 10,4%. Það, sem olli svona mikilli hækkun launaliðsins, var fólgið í hlutfallslegri hækkun launa bóndans og skylduliðs hans til samræmis við launabreytingar skv. samningum A.S.Í. við vinnuveitendur í d) Orlofsfé, 8,33% ........................................ — 60.048,00 e) Sjóðatillög ............................................ — 2.787,00 ----------------- 783.705,00 Gjöld alls kr. 1.328.314,00 Hækkun á gjaldalið frá grundvelli pr. 1.3. 1973 er 6.070%. F R E Y R 379

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.