Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1973, Qupperneq 15

Freyr - 01.08.1973, Qupperneq 15
Með fagrit bændanna í Norður-Noregi „NORDEN" í höndum, ræðir ritstjóri Freys við Arne Nilsen og Karl Aartun um útgáfustarfsemi. ylji betur í Noregi meðfram ströndinni og hafís kemur ekki að norskri strönd. Hins- vegar kemst hitastig vatnsins langt niður á vetrum, í löngum fjörðum, þar sem ár falla í þá og líklega má segja, að á þessu svæði Noregs sé meiri munur á hitastigi að vetri en sumri en á íslandi gerist. Á hinu leitinu er land víða bratt og erfitt til búrekstrar í Noregi og má það gleggst sanna með því, að ræktuð lönd jarða eru þar einatt smáskákir. Mjólkin Er rætt er um búféð þá er það mjólkin, sem er aðalframleiðslugreinin. Á samsölu- svæði því, er að ofan er nefnt, er árleg framleiðsla um 150 milljónir lítra kúa- mjólk og um 12 milljónir lítra geitamjólk, en á umræddu svæði er þetta magn um 60% af allri geitamjólkurframleiðslu landsins. Þessi mjólkurframleiðsla full- nægir þörf sama svæðis fyrir neyzlumjólk, en smjör og ost verður að sækja að nokkru til annarra landshluta. Vert er að minnast þess í sambandi við mjólkina, að hrein bylting hefur orðið á nokkrum árum í nythæð kúnna, en meðal- nythæð fullmjólka kúa er nú rétt við 5.000 kg á kú árlega. Bóndinn fær rétt um eina norska krónu fyrir hvern lítra, nema þeir, sem eru úti í dreifbýlinu, þeir fá uppbót, sem nemur frá 15—32 aurum á lítra, misjafnt eftir því hve fjarri þeir búa markaðsstöðvum og hve langt og torvelt er að flytja mjólk þeirra á vinnslustöð. Annað er það í búskaparmálum okkar, í Norður-Noregi, sem telja verður bylting- F R E Y R 373

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.