Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 22

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 22
des. 1971. En einnig var þar á meðal hækk- un á launum vegna styttingar vinnuvik- unnar úr 44 st. í 40 st. Þessi breyting olli því, að dagvinnutími bóndans var minnk- aður úr 2288 st. á ári í 2080 st., en eftir- vinna aftur á móti aukin úr 204 st. í 412 st. á ári. Einnig var orlofsgreiðsla aukin úr 7% í 8,33% á öll laun í verðlagsgrund- velli. Hækkun verðlags á verðlagsárinu 1971 —1972 er hlutfallslega sú mesta, sem orðið hefur á einu ári, síðan Sex-manna-nefnd tók við verðlagsákvörðunum og það er þrátt fyrir það, að engar breytingar voru gerðar á magntölum í verðlagsgrundvelli. í desembermánuði s. 1. lögðu fulltrúar framleiðenda fram tillögur í Sex-manna- nefnd um breytingar á magntölum verð- lagsgrundvallar. Voru meginbreytingarnar á þrem þáttum grundvallarins, þ. e. aukið var magn kjarnfóðurs og áburðar og fjár- magnsliðurinn aukinn, og afskrifta- og vaxtaliðir hækkaðir til samræmis við það. Nú er fjármagn það, sem vextir eru reiknaðir af í verðlaginu, kr. 892.323,00. Þetta er langt fjarri raunveruleikanum og hefur fulltrúum bænda í sex-manna-nefnd lengi verið það ljóst. Skömmu eftir að tillögur þær, sem hér um ræðir, voru lagðar fram, var gengi íslenzku krónunnar lækkað og var þá einnig búist við öðrum efnahagsráðstöfunum af hálfu ríkisvalds- ins. Ekki var af þeim ástæðum o. fl. unnt að ná fram með samningum í sex-manna- nefnd, breytingum þeim á verðlagsgrund- vellinum, sem hér að framan hafa verið nefndar. En aftur á móti var skilningur á því að hækka búvöruverðið vegna áhrifa gengislækkunarinnar á verð rekstrarvar- anna. Fulltrúar framleiðenda urðu þá að gera upp við sig, hvort þeir vildu vísa málinu til yfirnefndar til úrskurðar eða þá að fresta magnbreytingum grundvallarins enn um sinn, þar sem hægt var með samning- um að fá inn hækkanir á verði rekstrar- varanna strax. Þeir völdu síðari kostinn og gerðu þá ráð fyrir að hinn þátturinn breyttist 1. marz. Hinn 15. janúar kom til framkvæmda 2,36% hækkun verðlags af framangreindri ástæðu. Áfram var haldið að ræða þessi mál í Sex-manna-nefnd í síðari hluta janúar og í febrúarmánuði. En þá lágu fyrir upplýs- ingar um miklar verðlagshækkanir á rekstrarvörum, m. a. á kjarnfóðri, og auk þess voru framundan hækkanir á kaup- gjaldi, bæði 6% almenn grunnkaupshækk- un og hækkun á verðlagsuppbót, sem sam- anlegt gerði um 12,4% hækkun á launum hjá verkafólki. En eins og getið var um hér að framan eiga bændur að fá ársfjórð- ungslega þær launahækkanir, sem orðið hafa á „undangengnu þriggja mánaða tímabili“. Sá skilningur hefur verið lagður í þessa málsgrein, af neytendafulltrúum o. fl., að hana beri að skilja á þann veg að kauphækkun, sem verkamenn fengju t. d. 1. marz, ættu bændur að fá 1. júní þar sem hún kæmi til framkvæmda á þriggja mán- aða tímabilinu næsta fyrir 1. júní. Fulltrúar framleiðenda hafa aftur á móti vísað til 4. gr. Framleiðsluráðslaganna. En þar er tekið fram, að bændur skuli hafa sambærileg laun við aðrar stéttir. En slíku launajafnrétti yrði því aðeins náð, að launabreytingar yrðu gerðar samtímis hjá bændum og launþegum. Um þennan skilning lagaákvæðanna hefur oft verið þjarkað undanfarin ár og skilningur neytendafulltrúanna hefur oft- ast orðið ofan á í reynd, nema við aðal- verðlagningu 1. sept. hverju sinni. Þá hef- ur skilningur framleiðendafulltrúanna ver- ið látinn ráða. Það kom í ljós í febrúarmánuði, að ekki mundi unnt að ná samningum í Sex-manna -nefnd um magnbreytingu rekstrarvara og fjármagns, en hinsvegar mundi fært að fá inn í verðlagið 1. marz allar þekktar verð- hækkanir rekstrarvara og einnig kaup- gjaldshækkun, sem í vændum var og hægt væri að semja um að hliðstæð vinnubrögð 380 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.