Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Síða 5

Freyr - 01.08.1973, Síða 5
að hinu síðara stefnir nú með vaxandi og ógnvekjandi hraða. Hér var algert dreifbýlisþjóðfélag. Byggðin fór í einu og öllu eftir dreifingu landsgæðanna. Hvar sem grasnytjar fund- uzt, engjateigar eða útbeitarmöguleikar eða önnur hlunnindi, þar tóku menn sér bólfestu. Hvar sem lending var og uppsátur fyrir bátinn, þaðan var útræði stundað. Verka- skipting í þjóðfélaginu utan heimilanna var engin. Heimilið var sjálfu sér nóg í allra flestu. Hvað var það, sem hratt af stað þeirri þróun, er nú hefur leitt okkur nær hálfa leið til borgríkis? Upphafið er verkaskiptingin í þjóðfé- laginu. Tæknin hélt innreið sína og krafð- ist stærri eininga. Mjólkurbúin og klæða- verksmiðjurnar í bæjunum komu í stað strokkanna og rokkanna á heimilunum. Mótorbátar komu í stað árabáta, stærri vélbátar kröfðust hafna og síðar komu tog- ararnir og fiskiðjuverin. Allt lagði þetta grundvöll að þorpum og síðar bæjum. Verkaskiptingin og tæknin kröfðust stærri eininga. Stœrri einingar og meira þéttbýli buðu upp á möguleika til meiri og fjöl- breyttari þjónustu og svo gekk þetta koll af kolli.. Allt hefði þetta mátt kallast eðli- legt á meðan byggðin þjappaðist aðeins saman í hlutfalli við þau gæði, sem verið var að nýta, en svo var ekki til lengdar. Snjóboltinn var oltinn af stað og eðli hans er að bæta stöðugt meira á sig við hverja veltu. Og stærsti boltinn vex hraðar en þeir minni. Allskonar þjónusta fyrir allt samfélagið drózt saman á einn eða allt of fáa staði og þróun, sem í upphafi var nauð- synleg, til þess að þjóðfélagið gæti tileink- F R E Y R 363

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.