Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1973, Blaðsíða 28
Árbók félags áhugamanna um fiskirækt 1969 - 1973 I»að er almannarómur, að svo mjög sé nú sókzt eftir þeim bújörðum, sem eiga læk eða ársprænu og nokkur veiðivon er, að ótrúlegustu upphæðir eru boðnar til þess að eignazt slíkar. Hitt vita menn einnig, að svimandi fjárhæðir eru stundum boðnar til þess að standa með stöng á árbakka, þar sem veiðivon er góð og mega renna þar fyrir lax. Áhugamönnum um laxræktun, og yfirleitt rækt- un fisks í ósöltu vatni, fer stöðugt fjölgandi og allt útiit er fyrir, að sérleg hreyfing fari um landið, er miðar að því, að vötn öll verði kvik af fiski eins og á landnámsöld. Félag áhugamanna um fiskirækt og ýmsir aðrir stuðla sjálfsagt að því, m. a. með stofnun veiðifélaga og ræktunar- félaga. Á prent koma skrif um þessi efni, m. a. ÁKBÓK, sem FREY hefur borizt nýlega. Rit þetta er á fjórðu örk að stærð og flytur nokkrar greinar um ræktun Iax og silungs, um fóðrun og eldi ung- fisks og sitthvað fleira. Þar eiga greinar fiskifræðingar, Iaxræktarmenn og efnafræðingar, sem leggja stund á þau efni, er snerta fiskirækt í ósöltu vatni og er margt sérlega eftirtektarvert, sem þar getur, og raunar stórfróð- legt fyrir þá, sem leikmenn eru á þessum sviðum. Ábyrgðarmaður ritsins er JÓN SVEINSSON, rafvirkjameistari, en hann er, svo sem mörgum er kunnugt, aðal foryztumaður hins eftirtektarverða framtaks við laxrækt, sem stunduð er í Lárósi á Snæfellsnesi, en útgefandinn er Félag áhugamanna um fiskirækt. Hér skal efni ritsins ekki rakið í smáatriðum, en það skal sagt, að bæði er eðlilegt og sjálfsagt, að þeir, er við fiskiræktarverkefni eru tengdir á einn eða annan veg, þurfa að lesa það, og svo auðvitað hinir einnig, sem eiga vötnin og lána og leigja þau til lax- og silungsveiða. G. BÆNDUR! Vér útvegum frá LEROY - SOMER í Frakklandi, traktorknúðar 'vararafstöðvar Stœrðir: 10 kwA fyrir 30 ha traktora 15 kwA fyrir 45 ha traktora 20 kwA fyrir 50 ha traktora oðim s.í. Keflavík Símar 92 25 30 og 92 23 33 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.