Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1983, Page 7

Freyr - 01.12.1983, Page 7
Landbúnaðurvið Eyjafjörð Við Eyjafjörð búa um tuttugu þúsund manns og má telja þessar byggðir öflugusta mótvæg- ið við þéttbýlið við Faxaflóa. Á Akureyri sem er miðstöð héraðsins og Norðurlands alls er fjölbreytt menningar- og viðskiptalíf, rót- gróinn iðnaður, fjölþætt þjónustustarfsemi og góðir skólar, að ógleymdum sjávarútvegi sem þaðan er stundaður. Á Akureyri og á öðrum þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð er markaður fyrir búvöruframleiðslu í héraðinu, og verk- smiðjur og vinnslustöðvar í eigu samvinnufé- laga vinna vörur úr afurðunum. I byggðunum við Eyjafjörð er sem vænta má misgott undir bú. Fram-Eyjafjörður er snjóléttur og veðursæll og þar kelur sjaldan tún, en útsveitirnar eru harðbýlli og snjó- þyngri. Líklega má þó þakka snjóþyngslum á vetrum hve sveitirnar út með firði eru víðast vel grónar og grösugar og er þó ófærðin ekki alltaf blessuð einum rómi, þegar hún drepur allar samgöngur í dróma. Allt um það hefur Ejafjörður jafnan þótt fagur og búsældarlegur, allt frá því er Helgi hinn magri kleif Sólarfjall til þess að kynna sér landskosti í héraðinu. „Pat hérað er eitt best hér á landi, bæði sakir veðráttu ok góðrar byggðar tveim megin sjóvarins,“ segir í sögu Guðmundar biskups Arasonar, er Arngrímur Brandsson ábóti ritaði á 14. öld. Á síðustu hundrað árum hafa eyfirskir bændur borið gæfu til þess að skipuleggja svo vel með sér samtök í viðskipta- og búnaðar- málum að hvort tveggja er í fremstu röð hérlendis. í ýmsum sviðum búnaðarmála hef- ur vaxtarbroddurinn löngum verið í Eyjafirði. Sem dæmi má nefna að áhrif Ræktunarfélags Norðurlands hafa orðið mest þar í héraði, enda var Gróðrarstöð félagsins á Akureyri. Samband nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar stofnaði fyrstu sæðingarstöðina á landinu árið 1946, loðdýrahald hófst á ný við Eyjafjörð og nú hyggst Búnaðarsamband Eyjafjarðar taka tölvu í notkun við leiðbeiningastarf. I Tilraunastöðinni á Möðruvöllum er nú einkum unnið að tvennu: Annars vegar að heimaöflun eins og það er nefnt og getið hefur verið í Frey og hins vegar að rannsóknum á kali og leiðbeiningum í sambandi við það. Samkvæmt skýrslum eru ýmis afurðamestu bú landsins í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjar- sýslum, og þar halda hlutfallslega flestir bændur skýrslur um búfé sitt. Um fimmtungur af allri mjólk á landinu er fram- leiddur í sveitunum við Eyjafjörð. Þá hafa meðaltekjur bænda hér á landi löngum verið hæstar í nokkrum hreppum Eyjafjarðar. Meðalbústærð í Eyjafjarðarsýslu árið 1976 — yngri tölur eru ekki handbærar — var 615 ærgildi á bú, en 529 ærgildi á bónda. Sama ár var landsmeðaltal 448 ærgildi á bú, en 399 ærgildi á bónda. Bændaklúbbur Eyfirðinga, hinn sérstæði félagsskapur, hefur starfað óslitið á fjórða áratug. Ekki má gleyma að minnast á óvenju- lega skemmtilegt samstarf Búnaðarsambands- ins og Ungmennasambandsins í Eyjafirði: Hið fyrra sér hinu síðarnefnda fyrir húsnæði en U. M. S. E. þjálfar upp foringjaefni og fé- lagsmálamenn fyrir B. S. E. í staðinn. Flestir framámenn í búnaðarsambandinu koma úr röðum eyfirsku ungmennafélaganna. Hér í blaðinu eru viðtöl við héraðsráðu- nauta og byggingafulltrúa í Eyjafirði. Þar kemur fram að bændur í þessu héraði hagnýta sér leiðbeiningaþjónustuna óvenjulega mikið. Fjöldi þeirra notar sér þjónustu þá er Búnað- arsamband Eyjafjarðar og Ræktunarfélag Norðurlands bjóða upp á við að safna heysýn- um og jarðvegssýnum, efnagreina þau og leiðbeina út frá niðurstöðum rannsóknanna. Samstarf er mikið og gott með bændum og leiðbeinendum. Ráðunautunum finnst þó sem þeim gefist of lítill tími til leiðbeininga, vegna ýmissa verk- efna sem þeim eru falin og ekki heyra undir sérgrein þeirra. Ekki er vafi að svipað er uppi á teningnum víðar á landinu og því þörf á því að endur- skoða leiðbeiningastarfsemi búnaðarsam- bandanna. j j p)

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.