Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1983, Side 8

Freyr - 01.12.1983, Side 8
 Kýrnar á Stekkjarflölum í Eyjafirði. (Ljósm. J. J. D.). Hið opinbera mælir fyrir um æ fleiri verkefni á kostnað leiðbeininga Viðtöl við héraðsráðunautana í Eyjafirði Búnaðarmálahús Eyfirðinga á Gleráreyrum hýsir landbúnaðarstofnanir í héraðinu. Pegar fréttamann Freys bar þar að garði sátu þeir starfsmenn sem heima voru þá stundina að morgunkaffi. Þarna var glatt á hjalla og góður starfsandi. Húsakynnin á Óseyri 2 voru form- lega tekin í notkun á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 6. apríl 1982. Efri hæðin er eign Búnaðarsambandsins en Kaupfé- lag Eyfirðinga á þá neðri og þar hefur Kaupfélagið Véladeild sína. Á efri hæðinni eru til húsa, auk Búnaðarsambandsins, Ræktunar- félag Norðurlands, þar er rann- sóknarstofa og skrifstofur ráðu- nauta þess. Búnaðarfélag íslands hefur hér skrifstofu fyrir fóðurráðunaut sinn, Jón Árnason, og Tilraunastöðin á Möðruvöllum er þarna með skrifstofu. Þar er einnig byggingafulltrúaembættið fyrir Eyjafjarðarsvæðið og loks er svo Ungmennasamband Eyja- fjarðar þar með skrifstofu sína. Enn er að nefna Búnaðarbóka- safnið, sem er sérstofnun í eigu Ræktunarfélag Norðurlands, Búnaðarsambandsins og Tilrauna- stofunnar. Þetta er fyrst og fremst gott tímaritsafn, einnig er þar mikið af ýmsum sérprentunum um ákveðin efni og nokkuð af bókum. Safninu er enn ekki fullraðað en það hefur verið skráð og flokkað til ársins 1978. Sérstakur bóka- vörður er ekki við safnið en bóka- safnsfræðingur hefur verið feng- inn til þess að flokka það og skrá. Þetta er sérfræðisafn og þangað geta allir sem vilja aflað sér upp- lýsinga um landbúnað komið og sest og fengið afnot af gögnum safnsins. Hjá Búnaðarsambandinu starfa fjórir héraðsráðunautar en Ævarr Hjartarson er jafnframt fram- kvæmdarstjóri Búnaðarsam- bandsins. Nokkur starfsskipting er á milli ráðunauta um sérsvið. Auk framkvæmdarstjórnar sinnir Ævarr aukabúgreinum, hrossarækt, fiskirækt og loðdýra- rækt. Guðmundur Steindórsson hefur umsjón með nautgriparækt- inni, Ólafur Vagnsson leiðbeinir um sauðfjárrækt og kartöflurækt en Guðmundur Helgi Gunnarsson er ráðunautur í jarðrækt og fóðrun og hann hefur umsjón með töku bæði jarðvegssýna og heysýna og leiðbeiningum út frá niðurstöðum þeirra efnagreininga. Frh. á bls. 947. 936 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.