Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1983, Page 18

Freyr - 01.12.1983, Page 18
Petta er ekki hinn góðkunni Andrés-Önd sem verið er að vigta heldur frœnka hans. (Ljósm. Guðný Ágústsdóttir) i Árni G. Pétursson hlunnindaráðunautur Uppeldi æðarunga að Vatnsenda og Oddsstöðum á Melrakkasléttu 1983. Allir ungarnir voru merktir með málmmerkjum. (Ljósm. G. A). Þann 20. júni voru 12 ungar og 10 ábrotin egg tekin í hreiöri í Eyjum og flutt í dún í pappakassa heim í Vatnsenda og skriðu ungar í ábrotnu eggjunum út um kvöldið og nóttina. Ungarnir voru hafðir í hlýju í eldhúsi fyrsta sólarhringinn og fyrstu dagana var fylgst með að notalegt væri á ungunum jafnt úti sem inni, og voru þeir náttaðir í pappakassa innandyra um nætur. Uppeldi þetta var búskaparlegs eðlis og litið svo á, að það skyldi gert út frá hagrænu sjónarmiði. Ungarnir nutu þess vegna sjálf- ræðis, sem henta þótti, og voru því ekki mjög dekraðir. Fljótt kom í ljós að fóðrið (gæsarungablanda) var ekki á allan hátt fullnægjandi fyrir þrif og vellíðan unganna og greinileg einkenni um eymsli í fót- um (periósis) komu fram hjá sumum þeirra. Ungarnir voru mjög í leit eftir einhverju, sem vantaði í fóðrið, jafnt um holt og móa og í leirflögum, sem í tjörnum og mýrum. Þeir virtust ekki treysta á, að allt fengist í kjarn- fóðri sem gefið var heima við bæ og þurfti því gjarnan að kalla þá heim til máltíða, ólíkt því sem er þegar gjöf fullnægir þörfum. Fimm ungar misfórust og var því 17 ungum sleppt til sjávar. Vænt- anlega mun um helmingur van- halda hafa stafað af einhvers kon- 946 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.