Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Síða 22

Freyr - 01.12.1983, Síða 22
Sigurgeir Þorgeirsson, Stefán Scheving Torsteinsson og Halldór Pálsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Taða, fóðurbianda og graskögglar. Áhrif á þrif og afurðir sauðfjár. Á síðustu árum hefur verið lögð mikil áhersla á að framleiða búfjárafurðir sem mest af innlendu fóðri, sérstakega þó sauðfjárafurðir, og helst á heimaöfluðu fóðri, þ. e. töðu, votri eða þurri. Síðustu áratugina jókst kjarnfóðurnotkun mjög í fóðri sauðfjár, að nokkru sem afleiðing af hámarksafurðastefnunni. Samkvæmt búreikningum síðasta áratugar nam kjarnfóðurkostnað- ur tæpum þriðjungi af breytilegum kostnaði á kind á búreikningabú- unum. Við núverandi skilyrði landbúnaðar er höfuðnauðsyn að lækka tilkostnað. Tilgangur þeirrar tilraunar, sem hér er lýst er að varpa ljósi á hvort og hversu mikið hægt er að draga úr kjarnfóðurgjöf handa sauðfé, án þess að það komi fram í afurða- tjóni, ef nægilegt magn af töðu er fyrir hendi. Ennfremur hvort graskögglar geti komið í stað fóð- urblöndu þegar gefið er sama magn af hvoru tveggja, en áður var komið fram, (Stefán Sch. Thorsteinsson og Pétur Sigtryggs- son 1978), að hver FE í gras- kögglum gaf jafngóða raun til dilkakjötsframleiðslu og FE í fóð- urblöndu. Rannsóknarefni og aðferðir. Tilraunin var framkvæmd á Hesti, hófst haustið 1979 og stóð í þrjú ár. í henni voru ár hvert 200 ær á aldrinum þriggja til átta vetra. Þeim var skipt í fjóra flokka, 50 í hverjum. Við skiptingu ánna í flokka var tekið tillit til eftirfar- andi atriða: Aldurs, frjósemi og meðalafurðastigs undanfarinna ára og þunga á fæti 1. desember við upphaf tilraunar. Ærnar voru hafðar í sömu flokkum öll ár til- raunarinnar, en árlega var bætt við ám í stað þeirra sem slátrað var eða misfórust af einhverjum orsökum. Skipulag tilraunarinnar og fóðr- unaráætlun er sýnt í meðfylgjandi töflu. Flokkar 1 og 4 voru sérfóðraðir allan gjafatímann, þar til fénu var sleppt í úthaga viku af júní, en flokkar 2 og 3 voru fóðraðir saman fram að burði en sinn í hvoru lagi eftir burð, þ. e. ærnar í þessum flokkum voru aðskildar um leið og þær báru. Bornu ánum var gefið inni í fjóra til fimm daga en síðan sleppt í aðskilin túnhólf, um 3 ha að stærð hvert hólf, einlembum og tvílembum saman. Allt fóður var vegið í hvern flokk fyrir sig allan gjafatímann og sömuleiðis fóðurleifar. Nákvæmu mati á fóðurleifum var þó ekki komið við, eftir að ærnar komu út vegna slæðings, vætu o. s. frv. Heysýni voru tekin úr hverri dags- Fóðrunaráætlun á á. Fengieldi Viðhaldsfóðrun Vaxandi fóðrun 1. des—-10. jan. 10. jan. — 5. apr. 5. apr. — burður Fóðrun eftir burð Fl. 1 Grunnfóður er 1,0 kg taða allan veturinn + graskögglar í sama magni og fóðurblandan í flokki 4. Taða að vild + 500g grask. Fl. 2 Taða Að vild Taða Taða 0,65—0,7 FE Að vild Taða að vild + 500g fóðurbl. Fl. 3 Taða Að vild Taða Taða 0,65—0,7 FE Að vild Taða Að vild Fl. 4 Grunnfóður er 1.0 kg taða allan veturinn + fóðurbl. að 0,9 FE + fóðurbl. að 0,65-0,7 FE + fóðurbl. að 0,9 FE Taða að vild + 500gfóðurbl. 950 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.