Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Síða 24

Freyr - 01.12.1983, Síða 24
Hestur í Borgarfirði. (Ljósm. Sigurg. Porgeirsson). árin var 0.56 kg í 1. fl., 0.57 kg í 2. fl., 0.43 kg í 3. fl. og 0.49 kg í 4. fl. Erfitt er að skýra hversvegna hey- átið var minnst í 3. fl., einmitt þeim flokki, sem mesta hafði þörf- ina, enda kemur það fram á afurð- unum. Má geta þess til, að þar kunni að vera um bætiefnaskort, próteinskort eða steinefnaskort að ræða, en lystarleysi ánna í þessum flokki var áberandi. 2. Þungi og holdafar ánna. Meðalþungi, þungabreytingar, holdastig og holdabreytingar öll árin eru sýnd í töflu 3 og línuriti 1. Ærnar voru misþungar eftir árum við fyrstu haustvigtun, léttastar haustið 1979, 63.3 kg, þyngstar haustið 1980, 66.1 kg. Fyrri tvö árin voru ærnar nær jafnar að þunga og holdum 1. des., er til- raunaskeiðið hófst eins og 1. októ- ber, en 3. árið léttust þær þetta tímabil unt 2.3 kg. Þetta ár þyngd- ust ærnar um 2.3 kg í október en léttust um 4.6 kg í nóvember og lögðu samtímis af sem nam 0.36 holdastigum. Þetta haust voru því ærnar léttastar og magrastar er tilraunafóðrun hófst. Enginn raunhæfur munur var á þunga eða holdastigum milli flokka fyrr en í janúarvigtun, eftir fengieldi. Þá voru töðuflokkarnir þyngstir, en ærnar í graskögglaflokknum létt- astar. Þessi aukni þungi töðu- flokkanna umfram hina mun þó stafa af meiri kviðfylli, sem sést á því, að þessir flokkar bættu minna við holdastig sín en hinir. Frá 5. janúar til 18. mars þyngdust ærnar í öllum flokkum en minna í heyflokknum en hinum. Holdastig stóðu í stað á þessu tímabili, sem sýnir, að ærnar hafa verið á við- haldsfóðri. en þyngdaraukningin orsakast af aukinni kviðfylli, vegna þess að gefið var grófara hey. Frá 18. mars til 1. maí þyngd- ust ærnar í 1. fl. um aðeins 2.9 kg en 4.5 kg í töðuflokkunum og 4.1 kg í fóðurblönduflokki, og voru ærnar í 1. fl. marktækt léttari en í hinum 1. maí. Hinsvegar voru holdastig jöfn í grasköggla- og töðuflokkunum en 0.4 stigum hærri í fóðurblönduflokknum og er sá munur marktækur. Þunga- munur 1. maí á graskögglaflokki og töðuflokkunum mun stafa af minni kviðfylli hins fyrrnefnda. Sé litið á einstök ár kemur í ljós, að árið 1982 sker sig úr að því leyti, að þá lögðu ærnar tilfinnanlega af síðari hluta vetrar, minnst í 4. flokki 0.21 stig, en svipað í hinum, 0.72 stig í 1. fl., 0.68 stig í 2. fl. og 0.58 stig í 3. fl. frá 2. febrúar til 1. maí. Þetta gerðist þrátt fyrir að, heyið væri svipað að gæðum og áður, skv. efnagreiningum. Helsta skýringin virðist vera mikil aflagn- ing ánna í nóvember, og kemur það fram í gögnunum, að því meira sem ærnar lögðu af þá, því meiri varð einnig aflagning þeirra eftir 18. mars. Þarna virðast ærnar ekki hafa Tafla 3. Meðalþungi og holdastig ánna. Reiknað innan ára, leiðrétt fyrir fósturfjölda (0, 1, 2 eða 3 lömb), aldri °g fangdegi.+) Vigtardagur_____________________________ Flokkur Tala 1. okt. 1. nóv. 1. des. 5. jan. 18. marz 1. maí Þungi 1 149 64,0 64,9 63,0 63,7 a 65,6 68,5 a 2 146 65,1 65,9 63,7 66,1 bc 66,9 71,4 b 3 148 65,2 66,3 64,0 66,8 b 67,6 72,9 b 4 148 64,0 65,3 63,8 64,9 c 67,8 71,9 b Holdastig 1 149 3,62 3,42 3,81 a 3,82 a 3,73 a 2 146 3,66 3.47 3,71 a 3,69 a 3,72 a 3 148 3.61 3,46 3,67 a 3,69 a 3,74 a 4 148 3,62 3,52 4,00 b 4,05 b 4,13 b + ) Mismunandi bókstafir í þessari töflu og þeim sem á eftir koma tákna raunhæfan mun (p < 0,05) milli viðkomandi flokka. 952 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.