Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Síða 25

Freyr - 01.12.1983, Síða 25
ÞUNGI(kg) HOLDASTIG 4.20 - 4.00 3.80 3.60 3.40 3.20 3.00 T---------1--------1---------1---------1-- l.OKT. 1.NðV. l.DES. 5.JAN. 1 . FEB . ]8.MAR. 1 . MAl náð að byggja upp næringarforða þrátt fyrir góða bötun á fengield- inu, og hafa því þurft að ganga of nærri sér á útmánuðum til eðli- legrar fósturmyndunar. 3. Frjósemi. Tafla 4 sýnir frjósemi ánna eftir flokkum. Meðalfrjósemi allra flokka var 1,76 lömb fædd pr. á, og hvorki var marktækur munur á árum né flokkum. Þannig náðist fyllilega sambærileg frjósemi í töðuflokk- unum, miðað við flokka 1 og 4, sem er í fullu samræmi við niður- stöður Stefáns Aðalsteinssonar o. fl. (1981), þar sem borin var saman fóðrun áa á heyi með og án kjarnfóðurs á þremur tilraunabú- um. Það er þó athyglisvert, að þetta skyldi takast síðasta árið, þrátt fyrir mikla aflagningu ánna í nóvember, en hafa ber í huga, að öll árin var gefið gott hey um fengitímann, og átu töðu-ærnar til jafns við fóðurblönduflokkinn, mælt í FE. Þar eð lambavanhöld voru áþekk í öllum flokkum, var ekki marktækur munur á fjölda lamba, sem komu til nytja. 4. Fæðingarþungi lamba. Tafla 5 sýnir áhrif meðferðar á fæðingarþunga lambanna. Ekki var um að ræða raunhæft samspil milli flokka og ára. Einlembingar í fl. 4 fæddust u. þ. b. 300 g. þyngri en í hinum flokkunum, og er sá munur marktækur (p < 0.01). Tvílembingar fæddust léttastir í töðuflokkunum (fl. 2 og 3), 3.30 kg að jafnaði, sem er 190 g léttara en í graskögglaflokki og 330 g léttara en í fóðurblönduflokki. Útilokað er að útskýra hinn raun- hæfa mun (p < 0.05) milli flokka 2 og 3, sem voru fóðraðir saman fram að burði, nema sem tilviljun- arkennda sveiflu. Raunhæfur munur kom fram á fæðingarþunga tvílembinga milli ára, sem endur- speglar ástand ánna við burð hvert ár. Þannig voru tvílembingarnir fæddir þyngstir árið 1980, 3,62 kg, Linurit 1. Þungi og holdastig ánna. en 3,39 kg 1981 og 3,28 kg vorið 1982. 5. Vaxtarhraði lamba. Tafla 6 sýnir vaxtarhraða lamba frá fæðingu til rúnings. Einlemb- ingar í 2. og 4. flokki uxu mark- tækt hraðar en einlembingar í 3. flokki (u. þ. b. 20g/dag), en ekki var raunhæfur munur á einlemb- ingum í 1., 2. og 4. flokki. Hvað tvílembinga snertir var vaxtar- Tafla 4. Áhrif meðferðar á frjósemi ánna. Þriggja ára niðurstöður. Lömb fædd pr. á sem bar % % % % Flokkur Fjöldi Meðaltal geldar einl. tvíl. þríl. 1 ................... 145 1,72 2,7 26,9 70,5 0,0 2 ................... 144 1,79 1,4 23,3 72,6 2,7 3 ................... 145 1,78 2,0 25,0 70,9 2,0 4 ................... 141 1,74 4,1 24,5 70,7 0,7 Samtals 575 1,76 2,5 24,9 71,2 1,4 FREYR — 953

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.