Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.1983, Blaðsíða 28
hafi verið nokkru rýrari í þessum flokki en kjarnfóðurflokkunum. Þarna ræður að sjálfsögðu úrslit- um verðhlutfall kjarnfóðurs og töðu, en í þessu dæmi kostar hver fóðureining 6.46 kr. í töðu, 11,90 kr. í graskögglum og 10.90 kr. í fóðurblöndunni. Ljóst er, að mikil notkun kjarnfóðurs á slíku verði dregur úr arðsemi búrekstursins. Syngjandi bóndi Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík í Hegranesi, hefur sungið inn á hljómplötu sem nýlega er komin á markað og gefur hann sjálfur plötuna út. Undirleikari er Guðjón Pálsson, skólastjóri Tón- listarskóla Vestur-Húnavatns- sýslu. Á plötunni eru sextán ís- lensk lög og eitt ítalskt við íslensk- an texta. „Þetta eru alþekkt og góð lög sem allir hlýða á sem á annað borð hlusta á íslenska söngvara", sagði Jóhann Már í samtali við Frey. Platan hefur hlotið mjög góðar viðtökur og reyndar rokið út. Hún er tekin upp í Stúdíói Bimbó á Akureyri. Jóhann Már hefur áður sungið inn á plötu, en það var fjölskylduplata Jóhanns Konráðs- sonar. Platan heitir „Bóndinn" og er það nafn að sögn útgefanda til að leggja áherslu á að í sveitum landsins er lifað menningarlífi, og að bændur geta fleira en hirt skepnur. Hins vegar er skylt að benda á, að tilraun þessi stóð aðeins í þrjú ár, og því er ósvarað enn, hver áhrif töðufóðrunin mundi hafa á end- ingu ánna og æviframleiðslu þeirra. HEIMILDIR Stefán Aðalsteinsson o. fl. 1981. Til- raunir með fóðrun áa á heyi án kjarnfóðurs. Ráðunautafundur 1981: bls. 237. Stefán Sch. Thorsteinsson 1975. Fóðrun áa eftir burð. Ráðunautafundur 1975. Stefán Sch. Thorsteinsson og Pétur Sig- tryggsson 1978. Samanburðartilraun með þrjár tegundir af fóðurbæti og töðugjöf eingöngu handa ám. Ráðu- nautafundur 1978: bls. 308. Molar Norrænir loðdýraræktendur kynna atvinnuveg sinn í fyrra skipulögðu fylgismenn „Græna flokksins" í Vestur-Þýska- landi mikla áróðursherferð á hendur loðskinnaframleiðendum til þess að vinna gegn loðdýra- haldi. Nefndu Grænflokksmenn þessa starfsemi sína Anti-pels-her- ferð, eða lauslega þýtt; gegn loð- skinnum. Samtök grávöruframleiðenda á Norðurlöndum vildu ekki láta við svo búið standa, enda er mesti loðskinnamarkaður heims í Þýska- landi. Saga Furs of Scandinavia lét krók koma á móti bragði og hefur að undanförnu boðið fulltrúum fjölmiðla að kynna sér loðdýrabú- skap á Norðurlöndum, einkum í Danmörku. Hafa margir og fjöl- mennir hópar fréttamanna þegið boðið. Einnig hafa þessir fjöl- miðlamenn heimsótt aðalstöðvar norrænna loðdýrabænda í Holte í Danmörku, þar sem heitir Saga- House. Frekari kynning er áform- uð eftirleiðis á loðdýrabúskap og loðskinnauppboðum í Danmörku. 956 — FfíEYfí

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.