Freyr - 01.12.1983, Page 37
Hver er hlutur bóndans?
Víðast hvar erlendis þykir það
gott ef framleiðendur fá um 50%
áí því verði sem neytendur greiða
fyrir búvöru. í ýmsum löndum er
þetta hlutfall enn lægra.
Hér hafa bændur um langt ára-
bil fengið um 70% af smásölu-
verði kindakjöts, þá er miðað við
óniðurgreitt smásöluverð í heilum
skrokkum ósundurteknum.
Smásöluverð í 1. verðflokki
dilkakjöts er nú kr. 114,95 á kg.
Niðurgreiðslur eru 25,06 kr. á kg.,
en bóndinn á að fá 96,23. Af þessu
verði eru tekin sjóðagjöld, þá
greiðir bóndinn flutning á lömb-
unum heiman frá sér í sláturhúsið.
Miðað við framangreint verð fær
bóndinn 68,7% miðað við að nið-
urgreiðslum sé bætt við smá-
söluverðið, en það er hið raun-
verulega verð á dilkakjötinu.
Þetta hlutfall mundi breytast
nokkuð ef skrokkurinn væri seld-
ur niðurbrytjaður og eitthvað af
kjötinu selt í unnum kjötvörum.
Lambakótilettur eru seldar á tæp-
ar kr. 156 hvert kg. Það má segja
að raunverulegt verð á þeim ætti
að vera kr. 181 á kg. Meðalverðið
sem bændur fá fyrir dilkakjötið er
því 53% af kótilettuverðinu ónið-
urgreiddu í smásölu.
Svínabændur eiga að fá kr.
Eftir þau kynni hafa líka tekist
viðskipti við sífellt fleiri bændur
hér á Islandi í sambandi við útveg-
un á búnaði til kanínubúa, verk-
færi og jafnvel afurðasölu. Bænd-
urnir fóru þessa ferð að eigin
frumkvæði. Mér hefur fundist að
bændur vera einhverjir traustustu
og skemmtilegustu viðskiptavin-
irnir. Aðalánægjan við starf mitt
er að verða var við, þegar menn
kunna að meta góðar vélar og tæki
sem þeir hafa fengið í hendurnar",
sagði Júlíus Halldórsson að
lokum. . . „
114,18 fyrir hvert kg. af svínakjöti
í 1. flokki. Kaupandi greiðir flutn-
ingskostnað á svínum til sláturhús-
ins. Verð á 1 kg af svínakótilett-
um í smásölu er nú kr. 439,60.
Svínabóndinn fær því greitt 26%
af því verði sem neytandinn greið-
ir fyrir kótiletturnar, þegar miðað
er við verð í heilum skrokkum til
bóndans.
Þess má geta að Sexmanna-
nefnd verðleggur ekki svínakjötið,
en aftur á móti ákveður hún verð
á dilkakjöti til bóndans og einnig
til neytenda.
U.Þ.l
Þaramjöl
Bændur
Hðfum nú fyrirliggjandi sérframleitt þaramjöl til fóöurs,
pakkað í 25 kg pappírspoka. Veröiö er kr. 8,00 á kg viö
verksmiðjudyr.
Vinsamlegast geriö pantanir sem fyrst í síma 93-4740
eða 91-16299.
Þörungavinnslan hf.
Reykhólum.
BÆNDUR
BÍLAVERKSTÆÐI
OG AÐRIR EIGENDUR
LAND-ROVER BIFREIÐA
ATHUGIÐ!
HÖFUM ÚRVAL VARAHLUTA OG
BODDÝHLUTA í LAND-ROVER
EINNIG VARAHLUTI í RANGE-
ROVER OG MITSUBISHI
ÞEKKING OG REYNSLA
TRYGGIR ÞJÓNUSTUNA
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
HEILDSALA - SMÁSALA
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS