Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 7

Freyr - 01.02.1984, Qupperneq 7
Ráðunautafundur 1984 Ráðunautafundur 1984 verður haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík dagana 6.—10. febrúar. Þar verða að vanda til umfjöllunar þau mál sem efst eru á baugi varðandi landbúnað um þessar mundir og önnur þau sem þörf þykir að gera fullnaðarskil. Ráðunautafundi sækja héraðsráðunautar og ráðunautar Búnaðarfélags íslands, starfs- menn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og tilraunastöðva er undir hana heyra, kenn- arar og skólastjórar bændaskólanna og Garð- yrkjuskóla ríkisins, fulltrúar Stéttarsambands bænda, og Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Landgræðslu ríkisins og fleiri stofnana land- búnaðarins, að ógleymdum nemendum Búvís- indadeildar á Hvanneyri sem koma að kynna sér þau verkefni sem þeir eiga brátt að starfa að. Fyrsta daginn verða beitarmál til umræðu. Verður þar m. a. tekinn til meðferðar hluti af beitarrannsóknum þeim sem staðið hafa yfir undanfarin ár og eru umfangsmestu tilraunir á því sviði sem gerðar hafa verið hérlendis til þessa. Inn í þær umræður munu m. a. fléttast vandamál sem tengjast beit. Fyrir hádegi á þriðjudag verður eggjahvítu- fóður og -fóðrun tekin til meðferðar. Á síðari árum hafa rannsóknir leitt í ljós margt nýtt um þau efni. Eftir hádegi er á dagskrá „Innlent hráefni til fóðurgerðar“. Verður þar m. a. rætt um loðdýrafóður og meltu og mysu- þykkni í grasmjöli. Stjórnskipuð nefnd hefur starfað að þessu verkefni um nokkurt skeið og gefst öðrum nú kostur að koma skoðunum sínum á framfæri við hana. Að morgni næsta dags er beringspuntur til umræðu. Grastegund sú virðist búin ýmsum kostum og henta vel til ræktunar hér. Par mun verða greint frá samanburði á beringspunti og nokkrum helstu grastegundum sem eru í rækt- un hér á landi. Seinni hluta þess dags verður fjallað um heyverkun, en heyverkun og hvernig til tekist með geymslu fóðurforðans er sé burðarás sem búskapur stendur og fellur með. Að þessu sinni verður m. a. rætt um súgþurrkun og rúlluvothey og gerð grein fyrir athugunum og niðurstöðum heyverkunarhóps sem starfað hefur undanfarin ár. Á fimmtudegi verður rætt um tölvuvæðingu í landbúnaði fyrir hádegi, en tölvunotkun er mál málanna á flestum sviðum í dag. Eftir hádegi þann dag verða tekin til ýtar- legrar umfjöllunar leiðbeiningaþjónusta og ráðunautahald um þessar mundir og hvernig að þeim málum skuli staðið í næstu framtíð. Ýmislegt hefur komið í ljós á síðustu tímum, sem getur valdið gjörbreytingu í þeim efnum. Ferðaþjónusta bænda verður þar einnig til umræðu. Síðasta daginn verður heimilisgarðrækt rædd fyrir hádegi. Feirri grein búskapar hefur alltof lítið verið sinnt til þessa. Fyrir utan unað, fegurð og skemmtun, sem slíkt veitir flestum er það stunda, gefur hún drjúgt í aðra hönd, auk hollustu og fjölbreytni til matar- gerðar. Fennan dag er á dagskrá þáttur um frjósemi íslenska hrossastofnsins og sagt frá sullinum „Taenia ovis“ sem á liðnu ári fannst í sauðfé hér á landi. Síðustu dagskrárliðir fundarins eru frá Framleiðsluráði landbúnaðarins og Stéttar- sambandi bænda um framleiðslu- og sölumál og framleiðslustjórnun. íhlutun í þeim efnum er af mörgum talið hafa firrt þjóðina vand- ræðum. í fundarlok verður gjörð úttekt á störfum fundarins og hversu að skuli staðið á næsta ári. Eins og undanfarin ár verða erindi af Ráðu- nautafundi birt í Frey eftir því sem tilefni gefast til. Árni G. Pétursson. FREYR — 87

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.