Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1984, Page 9

Freyr - 01.02.1984, Page 9
.X \»/ M- / \'^N 'llx\ I \ 7 / \ . Heildarsólarorka á Island 8xio16 kcal/ár Heildarorka á gróið land (20000 km2) 1.6 xto16 kcal/ár áætluð vera um 0,18% af allri orku sem fellur á hafflötinn. Að- eins nokkur hluti af innfallandi geislun frá sól er af bylgjulengd- um, sem eru sýnilegar mannlegu auga. Á því sviði er einnig sú orka, sem blaðgrænan gleypir og nefna mætti nýtanlega orku. Heildarsólarorka sem fellur ár- lega á yfirborð lands og sjávar innan íslenskrar lögsögu er um 68xl016 kcal. Af þeirri orku falla 60xl016 á hafflöt og 8xl016 kcal á þurrlendi, en aðeins fimmti hluti þeirrar orku, eða l,6xl016 kcal, fellur á gróið land. (2. mynd). Talsverður hluti þeirrar sólar- orku, sem dreifist yfir íslenskt gróðurlendi, fellur á þeim tíma árs, er plöntur eru af ýmsum ástæðum ekki hæfar til að fram- kvæma þá ljóstillífun sem er nauð- synleg til nýmyndunar lífrænna efna. Víða er gróið land hulið snjó eða frosið langt fram eftir vori, enda þótt sól sé orðin hátt á lofti og varpi mikilli orku yfir svæðið. Skortur á nægum raka, upp- leystum næringarefnum eða loft- hita veldur því einnig, að plöntur geta ekki notfært sér sólarorkuna sem skyldi. Hér á landi má ætla að um helmingur sólarorku falli á þeim tíma árs sem plöntur geta ekki að jafnaði nýtt orkuna. í þá rúma 100 daga, sem eru vaxtarskeið íslensks gróðurs, eru tiltækar um 450 000 kcal á fermetra af þeim 800 000 kcal sem árlega falla á þann flöt (3. mynd). Aðeins helmingur þeirrar orku er sýnilegt ljós og á þeim bylgjulengdum sem plöntur geta hagnýtt. Nú er fjarri því, að gróður geti bundið alla þá orku, sem á flötinn fellur. Aðeins lítið brot af orku tekst grænum plönt- um að höndla um varðveita í líf- rænu efni. Og fer þá eftir víðáttu gróðurhulunnar eða reyndar blað- grænumagni, hvernig aðstæður eru hverju sinni til höndlunar og nýtingar á sólarorkunni. Ljóstillífun er, með einfaldri skýringu, hæfileikinn að tengja ólífrænu efnin, vatn og koltvísýr- Mynd 2. Sjá skýringar í lexta. ing, í sykrunga með notkun geisla- orku sólar, en lífsstarfsemi plantna og vöxtur eykst að vissu marki með auknum hita. Lofthit- inn kemur þó ekki beint að gagni. Orkan, sem plantan notar til vaxt- ar, er fyrst og fremst ljósorka, sem binst og losnar úr læðingi við Tafla 1. Árleg framleiðsla gróðurs í kg þurrefnis af ofanvexti. Tún. Alls kg þ. e./ár Slegintaða ............1 350 millj. Bitið .................j 85% 125 millj. Rotnað.................... 15% 75 millj. 550 millj. Óræktaður úthagi Bitið .................... 40% 240 millj. Skiliðeftir .............. 60% 360 millj. 600 millj. Uppskeruauki úthagaræktunar 70 millj. 70 millj. Nýtanlegt sem fóður 785 millj. kg Skilið eftir 435 millj. kg Uppskera alls 1220 millj. kg FREYR — 89

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.